fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Egill Helgason rýnir í framboð Davíðs: Var Davíð að tryggja kjör Guðna?

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 8. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins staðfesti í morgun að hann ætlar í forsetaframboð. Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í Sprengisandi á Bylgjunni.

Davíð var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins haustið 2009 og hefur gegnt því starfi síðan þá. Hann ætlar að taka sér frí frá störfum til að einbeita sér að framboðinu. Ákvörðun Davíðs hefur vakið mikla athygli. Egill Helgason fer yfir framboðið og reifar málin og telur líklegt að framboð Davíðs geti orðið til þess að tryggja Guðna Th. Jóhannessyni sæti á Bessastöðum. Egill segir:

„Tveir pólitískir átakamenn, Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson, standa á palli á framboðsfundi fyrir forsetakosningar. Þeir hafa verið í pólitík síðan upp úr miðri síðustu öld. Þjóðin horfir á og er dálítið hissa á að þeir skuli ekki geta hætt.“
Egill heldur áfram:

„Með þeim er ungur maður sem hefur ekki komið nálægt stjórnmálum, fræðimaður, fjölskyldumaður sem á ung börn. Hann er broshýr, í málfutningi hans er bjartsýnistónn og hann er laus við undirferli.“

Segir Egill að Davíð hafi jafnvel með þessu verið að tryggja kjör Guðna sem forseta. Honum þurfi að verða verulega mikið á til að koma ekki fyrstur í mark.

„Gömlu karlarnir munu mikið tala um reynsluleysi Guðna, en satt að segja virðist hann fær í flestan sjó. Vinsælustu forsetar Íslands, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir, komu líka úr störfum úti í samfélaginu og beint á Bessastaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja