fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Prófessorar takast á: „Davíð er mesti ógæfumaður Íslandssögunnar í pólitík“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir í umfjöllun sinni um skrif Hannesar Hólmsteins um Davíð Oddsson í Morgunblaðinu, að ritstjórinn í Hádegismóum, sé mesti ógæfumaður Íslandssögunnar í pólitík. Skrif Hannesar frá því í gær hafa vakið mikla athygli og fjölmargir tjáð sig um þau á samskiptamiðlum. Nú takast þeir kollegar á, Ólafur og Hannes og segir Eyjan frétt af átökunum. Þar er haft eftir Ólafi:

„Hannes Hólmsteinn Gissurarson er maður sem mér þykir persónulega vænt um eftir áratuga kollega-kynni, en hann var ráðinn til HÍ á pólitískum forsendum, einsog þáverandi menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, útskýrði vel 1988.

Greinin um Davíð í dag var hins vegar þannig, að HHG toppaði sjálfan sig – eða fór framúr sér einsog Davíð segir oft.

Mitt mat (skoðun en ekki vísindi): Davíð er mesti ógæfumaður Íslandssögunnar í pólitík, Sturla Sighvatsson included …“

Bætir Ólafur við að frændhygli hafi verið á undanhaldi í íslenskri pólitík þar til Davíð tók við. Hannes er gáttaður á skrifunum og segir þau ótrúleg. Segist hann ekki hafa fengið stöðuna í háskólanum vegna stjórnmálaskoðana. Segir hann ráðherra hafa talið að of einsleit viðhorf væru í deildinni. Þá hafi enginn verið með doktorspróf í stjórnmálafræði.

„Í þriðja lagi taldi ráðherra, að ég hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð í deildinni, því að ég var ekki í klíkunni, sem þar réð öllu (klíkunni, sem þú varst í). Má ég síðan minna þig á, Ólafur, að þú kærðir stöðuveitinguna til umboðsmanns Alþingis með sérstökum fjárstuðningi Háskólans, en umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu, að ekkert hefði verið athugavert við hana?“

Þá bætir Hannes við:

„ Og ef einhver hefur toppað sig í dag (eða öllu heldur afhjúpað ofstæki sitt), þá ert það þú með þeirri yfirlýsingu, að Davíð Oddsson sé mesti ógæfumaður Íslandssögunnar og nefnir sérstaklega Sturlu Sighvatsson, sem drap menn og reyndi að koma landinu undir Noregskonung.“

Hér má lesa greinina umdeildu eftir Hannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu