„Farðu varlega, Abu“
Meðfylgjandi myndband sýnir að veruleikinn sem blasir við fótgönguliðum hryðjuverkasamtakanna ISIS er ekki jafn aðlaðandi og hann er látinn líta út fyrir að vera í áróðursmyndböndum samtakanna.
Vefritið Vice birti þetta myndband en það sýnir síðustu augnablikin í lífi liðsmanns ISIS-samtakanna. Það var tekið upp á myndavél á hjálmi fótgönguliða ISIS, en samkvæmt frétt Vice voru liðsmenn ISIS að berjast við Kúrda skammt frá borginni Mosul í Írak.