fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Andri Snær kann að ljúga á ensku

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 16. apríl 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason er nú á ferð um landið og kynnir framboð sitt til embættis forseta Íslands. Húsfyllir var á fundi hans á Hótel KEA á Akureyri.

Áður hafði Andri Snær kynnt sig fyrir Vestfjörðum fyrir fullum sal. Andri birtir fjölmargar myndir frá ferðalagi sínu á Facebook þar sem má sjá hann ræða við kjósendur, sparka í bolta og klappa kisu.

Á Akureyri hlýddu um 200 manns á Andra sem á morgun verður á Seyðisfirði.

Andri fann þennan kött á ferð sinni um Vestfirði og fékk hann klapp frá forsetaframbjóðandanum. Eina gagnrýnin sem Andri fékk þegar hann birti þessa mynd var að hann ætti að kjassa börn en ekki klappa kisum
Andri fann þennan kött á ferð sinni um Vestfirði og fékk hann klapp frá forsetaframbjóðandanum. Eina gagnrýnin sem Andri fékk þegar hann birti þessa mynd var að hann ætti að kjassa börn en ekki klappa kisum

Andri var meðal annars spurður hvort hann trúi á Guð. Andri svaraði að hann væri í skráður í þjóðkirkjuna.

Þá var Andri spurður út í enskukunnáttu sína og hvort hann kynni að ljúga á ensku og á Hringbraut segir að um tilvitnun í viðtal við Sigmund Davíð við Jóhannes Kr hafi verið að ræða. Andri Snær svaraði sposkur á svip: „Yes!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt