Andri Snær Magnason er nú á ferð um landið og kynnir framboð sitt til embættis forseta Íslands. Húsfyllir var á fundi hans á Hótel KEA á Akureyri.
Áður hafði Andri Snær kynnt sig fyrir Vestfjörðum fyrir fullum sal. Andri birtir fjölmargar myndir frá ferðalagi sínu á Facebook þar sem má sjá hann ræða við kjósendur, sparka í bolta og klappa kisu.
Á Akureyri hlýddu um 200 manns á Andra sem á morgun verður á Seyðisfirði.
Andri var meðal annars spurður hvort hann trúi á Guð. Andri svaraði að hann væri í skráður í þjóðkirkjuna.
Þá var Andri spurður út í enskukunnáttu sína og hvort hann kynni að ljúga á ensku og á Hringbraut segir að um tilvitnun í viðtal við Sigmund Davíð við Jóhannes Kr hafi verið að ræða. Andri Snær svaraði sposkur á svip: „Yes!“