„Málið er mun alvarlegra en við gerðum okkur grein fyrir. Það er skelfilegt að sjá forsætisráðherra Íslands á þessari hópmynd með forystumönnum þjóða sem við viljum ekki bera okkur saman við. Grafalvarlegt mál að íslenskir stjórnmálamenn skulu vera einir stjórnmálamanna á Vesturlöndum á þessum lista. Svo er alveg ljóst af þessu að skýringarnar sem forsætisráðherra hefur gefið standast ekki. Gögnin sanna það.“
Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er dv.is óskaði eftir viðbrögðum hans við því sem fram kom í sérþætti Kastljóss um eignir íslenskra ráðamanna á aflandseyjum. Árni Páll segir ennfremur:
Einnig kemur þarna fram að fjármálaráðherra bara að upplýsa um sinn eignarhlut sem hann gerði ekki. Þannig að skýringar hans standast ekki heldur. Ríkisstjórnin er rúin trausti og það er ekki ástættanlegt fyrir Ísland að búa við þessa ásýnd út á við, að íslensk stjórnmálastétt haldi sig á aflandseyjum. Þeir sem að þessu komu verða að fara. Þjóðin verður síðan að fá tækifæri til að kjósa í kosningum.