fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Óskar eftir fundi með umboðsmanni Alþingis vegna Wintris-málsins

Árni Páll Árnason vill að Umboðsmaður Alþingis kanni hæfi Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. apríl 2016 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins.

Þetta kemur fram í pistli sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag.

Hann segir að þjóðin þurfi ennfremur að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju forsætisráðherra landsins þurfti ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, „eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni,“ bætir Árni Páll svo við.

Þing kemur saman eftir helgi en rétt tæplega fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir mótmælaskjal þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segi af sér embætti, vegna eignarhaldsfélags eiginkonu hans sem er í skattaskjóli á Tortóla eyju.

Eiginkona Sigmundar átti að auki rúmleg hálfrar milljarða króna kröfu í slitabú bankanna, á sama tíma og Sigmundur vann við að semja við kröfuhafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

JT Verk verður að JTV ehf.

JT Verk verður að JTV ehf.
Fréttir
Í gær

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“
Fréttir
Í gær

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“