fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Flugrán á Kýpur: Ræninginn sagður prófessor í dýralækningum

Vill fá að hitta eiginkonuna – enn sjö manns um borð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. mars 2016 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades sagði á blaðamannafundi í morgun atvikið ekki vera tengt hryðjuverkum. Anastasiades sagði einnig í samtali við fjölmiðla að „við erum að gera okkar besta fyrir alla, svo allir komist undan öruggir.“ Hann líkir atburðinum frekar við bjánaskap.

Ræninginn er sagður vera Ibrahim Samaha, 27 ára gamall egypskur ríkisborgari og prófessor í dýralækningum.

Flugvél egypska flugfélagsins EgyptAir var rænt snemma í morgun þegar hún lenti á Larnaca flugvellinum í Kýpur. Flugvélin var að fljúga á milli Alexandria og Kaíró. Samkvæmt heimildum BBC voru 56 farþegi um borð í vélinni. Áður hafði verið gefið út að 81 farþegi hafi verið í vélinni. Í tilkynningu frá egypskum yfirvöldum segir að „farþegi hafi sagt flugmanni vélarinnar hafi að hann væri íklæddur sjálfsmorðssprengjubelti og að hann hafi þvingað sig til að lenda vélinni í Larnaca.“

Flugræninginn hafði samband við flugturninn í Larnaca um klukkan 8:30 að staðartíma, og flugvélinni var gefið leyfi á að lenda klukkan 8:50. Flugvellinum í Larnaca hefur verið lokað og flugvélum er sagt að lenda á flugvellinum í Paphos.

Samkvæmt heimildum fjölmiðla hafi maðurinn sett það fram sem kröfu, að fá að hitta eiginkonu sína. Yfirvöld í Kýpur vinna að því að koma henni á flugvöllinn.

Ennþá eru sjö manns um borð sem ekki hefur verið hleypt útúr vélinni, fjórir þeirra eru hluti af áhöfninni. Öllum konum og börnum var hleypt strax frá borði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“