fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Magnús Þór Hafsteinsson ráðinn ritstjóri Vesturlands

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 23. mars 2016 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þór Hafsteinsson hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins Vesturland sem gefið er út af Pressunni. Blaðið verður fyrst um sinn gefið út tvisvar í mánuði og dreift frítt á öll heimili og í fyrirtæki á Vesturlandi , í Kjós og á Kjalarnesi.

Vesturlandi er ætlað að verða fréttablað fyrir þessi svæði og státar af einstakri dreifingu í samvinnu við Íslandspóst.

Magnús Þór hefur um árabil starfað sem blaða- og fréttamaður á Íslandi og í Noregi. Hann var blaðamaður við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren, starfaði sem fréttaritari RUV í Noregi auk þess sem hann vann á fréttastofum sjónvarps og útvarps RUV um árabil.

Magnús sat á Alþingi 2003-2007. Undanfarin ár hefur Magnús Þór sinnt ritstörfum og eftir hann liggja meðal annars bækur um sögu seinni heimsstyrjaldar sem hlotið hafa góðar viðtökur. Síðastliðin tvö ár hefur Magnús Þór starfað sem blaðamaður á héraðsfréttablaðinu Skessuhorni. Magnús Þór er menntaður í sjávarútvegsfræðum og er með meistaragráðu í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin í Noregi.

„Síðustu misserin hef ég unnið sem blaðamaður á Vesturlandi. Í gegnum þau störf hef ég aflað mér mikillar þekkingar á landshlutanum og orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast fjölmörgu góðu fólki. Vesturland og svæðið beggja vegna Hvalfjarðar eru afar fjölbreytt og spennandi svæðis sem búa yfir miklum möguleikum til framtíðar. Ég tel mig vel í stakk búinn að mæta nú til leiks sem ritstjóri Vesturlands og hlakka til þess að leggja mitt ýtrasta af mörkum til að skapa frískt og öflugt héraðsfréttablað,“ segir Magnús Þór.

Útgefandi Vesturlands er Björn Ingi Hrafnsson og framkvæmdastjóri er Arnar Ægisson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband