fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Fréttir

Sigrún Finnbogadóttir er látin

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. mars 2016 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Finnbogadóttir, eiginkona Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, er látin. Sigrún lést á Landspítalanum í gær, en hún var 72 ára, fædd 22. apríl 1943. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu/ í dag.

Sigrún var dóttir Huldu Dóru Jakobsdóttur, sem varð fyrst kvenna bæjarstjóri á Íslandi, og Finnboga Rúts Valdemarssonar, sem var ritstjóri Alþýðublaðsins um skeið og síðar alþingismaður fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðuflokkinn.

Sigrún lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands og starfaði sem flugfreyja og síðar hjá Brunabótafélagi Íslands í Kópavogi og hjá Eimskipafélaginu.

Árið 2011 kom út bókin Ómunatíð – saga um geðveiki. Þar skrifaði Styrmir um áratuga baráttu Sigrúnar við alvarlegan geðsjúkdóm. Þar fjallaði Styrmir af fádæma einlægni um sjúkrasögu Sigrúnar. Bókin var skrifuð í fullu samráði við Sigrúnu sem fyrst var greind með geðklofa og síðar geðhvarfasýki.

„Ég þekki áhrif og aukaverkanir tuga lyfja, þekki raflost. Ég get ekki sagt að ég vildi ekki hafa verið án veikindanna, geðhvarfa. En þessi reynsla hefur kennt mér ýmislegt eins og við er að búast. Og ég veit fyrir víst að dætur mínar og eiginmaður hafa lært mikið,“ sagði Sigrún í inngangsorðum að bókinni.

DV fjallaði um efni bókarinnar í nóvember 2011.

Sigrún veiktist vorið 1968 og var í kjölfarið lögð inn á geðdeild Borgarspítalans. Hún var þá 25 ára en Styrmir þrítugur. „Geðsýkin varð lykilatriði í lífi okkar. Að sumu leyti má segja að allt okkar líf frá degi til dags hafi snúizt um að fást við þennan sjúkdóm,“ sagði Styrmir í bókinni en næstu áratugina var geðsýkin ævinlega nærri. „Það kann einhverjum að koma á óvart en sjálfur tel ég að þessi lífsreynzla í einkalífi mínu hafi gert mér kleift að sinna betur því starfi sem varð lífsstarf mitt við ritstjórn Morgunblaðsins,“ sagði Styrmir í bókinni.

Dætur Sigrúnar og Styrmis eru Hulda Dóra, forstöðumaður í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og Hanna Guðrún, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Í gær

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“
Fréttir
Í gær

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“