Snéri svo við og merkti verkið nokkru síðar
Dularfullur flugmaður, sem er talinn vera flugkennari, teiknaði flugvél en margir hér á landi kannast við flightradar24 þar sem hægt er að sjá flugleið flugvélar út um allan heim.
Ekki er vitað hver flugmaðurinn er, en vitað er að hann flýgur Robin DR-400/180 Regent vél. Maðurinn flaug um helgina frá flugvellinum á Heligoland til Agetenburg nærri Hamborg.
Maðurinn virðist ekki hafa verði á hraðferð, en hann teiknaði flugvél yfir Cuxhaven-héraði og má sjá afrakstur „meta“ listaverksins á vef Flightradar24.
Til þess að toppa allt annað þá snéri hann aftur skömmu síðar, og merkti listaverkið með upphafsstöfum sínum.
Á vefnum Alltumflug.is segir að listaverkið, sem var teiknað í 1.000 feta hæð, minni helst á ATR skrúfuvél – en flugmaðurinn lenti að lokum á heilu og höldnu eftir eins og hálfrar klukkustundar flug sem hefði annars tekið hann mun skemmri tíma.
Today's airplane artist returned to add a signature to their artwork. https://t.co/xLLUv877ew pic.twitter.com/cI44TclnjP
— Flightradar24 (@flightradar24) March 12, 2016
Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem flugmenn fá útrás fyrir listrænum hæfileikum sínum, en meðal annars teiknaði einn hjarta, á meðan annar reyndi að teikna blóm; eða eitthvað í líkingu við það.
Another day, another flower for Flower Guy. http://t.co/cE2TyCezjR pic.twitter.com/ZnTXsAK9xn
— Flightradar24 (@flightradar24) June 3, 2015