fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Aserta-málinu lokið: Ríkissaksóknari fellur frá áfrýjun

Fjórmenningarnir voru sýknaðir vegna meintra brota á gjaldeyrisviðskiptum í hérðasdómi í árslok 2014 – Sex ár frá einstæðum blaðamannfundi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. febrúar 2016 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar í hinu svokallaða Aserta-máli en héraðsdómur Reykjaness hafði í desember árið 2014 sýknað fjóra menn sem voru ákærðir fyrir brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti.

Samkvæmt heimildum DV þá tilkynnti Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þetta í bréfi sem hún sendi á lögmenn fjórmenninganna fyrr í dag. Var sú ákvörðun ekki rökstudd nánar í bréfinu en í janúar árið 2015 var greint frá því að ríkissaksóknari hyggðist áfrýja málinu til Hæstaréttar. Ekkert verður hins vegar úr því og er málinu núna – sex árum eftir að sakborningarnir voru kærðir og eignir þeirra frystar – endanlega lokið.

Aserta-málið vakti mikla athygli á sínum tíma og boðað var til sérstaks blaðamannafundar í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra í janúar 2010 þar sem málið var kynnt og meintar sakargiftir raktar. Voru meint ólögleg viðskipti þeirra sögð hafa numið 13 milljörðum króna, en sú fjárhæð jafngilti um 13% af heildarveltu á gjaldeyrismarkaði yfir átta mánaða tímabil.

Dómur héraðsdóms stendur

Þegar fjórmenningarnir – þeir Karl Löve Jóhannesson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson – voru upphaflega ákærðir af sérstökum saksóknara í mars árið 2013 var ákært fyrir stórfelld brot á gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands en síðar var fallið frá miklum hluta málatilbúnaðarins. Eftir stóð þá ákæra vegna meintra brota á 8. grein laga um gjaldeyrismál þar sem segir að leyfi Seðlabankans þurfi til að eiga milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi.

Í niðurstöðu héraðsdóms í lok árs 2014 voru fjórmenningarnir hins vegar sýknaðir af þeirri ákæru þar sem gjaldeyrisviðskipti sænska félagsins Aserta voru ekki sögð hafa átt sér stað á Íslandi. Dómur héraðsdóms mun því standa núna þegar ljóst er að ríkissaksóknari hyggst ekki áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars