fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Snorri Ásmundsson býður sig fram til forseta Íslands – og Mexíkó

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson segir sigurinn vísan – Hugleiðsluhópar víða um heim munu hafa áhrif á kjósendur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi það reyndar fyir löngu að ég yrði sjötti forseti Íslands,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands fyrir kosningarnar sem fram fara næsta sumar. Og ekki nóg með það, hann hyggst gefa kost á sér sem forseti Mexíkó að auki.

Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla en þetta er í annað skiptið sem hann gefur kost á sér. Hann bauð sig einnig fram árið 2004..

Í samtali við DV sagði Snorri að ástæðan fyrir vissu sinni um að hann yrði kosinn næsti forseti Íslands sé vegna þess að „alheimsvitundin ætlast til þess,“ eins og hann orðar það. Hann segist treysta á að fjölmargir hugleiðsluhópar út um allan heim muni hafa áhrif á kjósendur. „Þess vegna þarf ég ekkert að smjaðra fyrir atkvæðum,“ segir Snorri, sem er dauðans alvara með framboðin tvö.

Spurðu hvernig hann hyggist haga baráttu sinni svarar hann: „Ég vil ekki setja mig á það plan að taka þátt í kjánalegum skrípaleik sem kosningabarátta er. Ég treysti á sigurinn og mun sverja embættiseið i sumar.“

Blaðamaður spyr Snorra hvenær næstu forsetakosningar séu í Mexíkó: „Þær eru árið 2018. En ég geri ráð fyrir að þeim verði flýtt af þessu tilefni.“

Sjálfur er Snorri staddur í Bandaríkjunum. Blaðamaður stenst ekki mátið og spyr hvort hann hyggist ekki bjóða sig einnig fram þar í landi, fyrst hann er byrjaður á annað borð.

„Ég er að vonast til þess að Bernie Sanders vinni þar. Ég fíla hann vel. Við erum í sama liðinu – byltingarliðinu. Það er allt að fara að snúast á næstu árum, það verður alsheimsbylting og dauði kapítalismans er óhjákvæmilegur.“

Í yfirlýsingu sinni útskýrir Snorri stefnumál sín sem hljóma meðal annars svona: „. Við eigum öll að vera gagnleg meðbræðrum okkar. Hégóminn er oft illur enda hefur hann kostað mannkynið margar styrjaldir. En nú eru breyttir tímar og sem betur fer er fleira og fleira fólk að vakna til vitundar um allar tíðnirnar og hversu lítið við vitum. Raunveruleiki okkar er blekking eða afneitun til að forðast það að stíga inn í óttann.“

Spurður hvort hann sé ekki full sigurviss varðandi forsetakjörið svarar Snorri einfaldlega:

„Þetta kann að hljóma hrokafullt en sannleikurinn er oft kaldur.“

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Snorra í heild sinni:

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Kæru LandsmennEftir samtöl við ráðgjafa í Mexíkó og Kaliforníu ásamt fundi með alheimsvitundinni hef ég ákveðið að…

Posted by Snorri Asmundsson on Thursday, 18 February 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt