fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Birgitta Haukdal og Benedikt vilja kaupa Þríhnúkagíg

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki kauptilboð Benedikts og Birgittu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Kópavogsbæjar lagði til á fundi sínu í gær að gengið yrði að tilboði eignarhaldsfélagsins Kok um sölu á hlut bæjarins í Þríhnúkagíg.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá er enginn einstaklingur skráður eigandi að félaginu, heldur er það aðeins skráð til heimilis hjá Benedikt Einarssyni, lögfræðingi, og eiginkonu hans, Birgittu Haukdal. DV hefur fengið staðfest að þau hjónin standa á bak við félagið.

Kauptilboðið eru um tuttugu milljónir króna og er ívið hærra en hitt tilboðið sem barst, og var frá Landsbréfum – Icelandic Tourisms Fund I ehf, sem hljóðaði upp á sextán og hálfa milljón. Félagið hafði reynt að kaupa allt hlutafé í þríhnúkagíg upp á 119 milljónir króna. Kópavogur vildi aftur á móti ekki selja félaginu beint, og því var ákveðið að auglýsa hlutinn, og úr varð að hærra tilboð barst frá Benedikt og Birgittu.

Alls voru 156.250 hlutir Kópavogsbæjar í Þríhnúkagíg til sölu. Um 13,89% hlut er að ræða í félaginu en Reykjavíkurborg á jafn stóran hlut.

Benedikt er sonur Einars Sveinssonar sem er einn þeirra fjárfesta sem tóku þátt í kaupum á 31,2 prósent hlut Landsbankans í Borgun fyrir skömmu. Einar er föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eins og fram hefur komið í umræðunni um Borgun.

Birgittu þekkja landsmenn vel, enda ástæl söngkona og hefur að auki tekið þátt í Eurovison.

Til þess að kaupin gangi eftir þarf bæjarstjórn Kópavogs að samþykkja þau. Við þetta má bæta að stjórn Þríhnúkagígs hefur forkaupsrétt og getur nýtt sér hann innan tveggja vikna frá því að bæjarstjórn samþykkir tilboð.

Í umfjöllun Fréttablaðsins um Þríhnúkagíg í október á síðasta ári kom fram í viðtali við einn af stofnendum félagsins, Björn Ólafsson, að umfangsmikil uppbygging á svæðinu væri áætluð.

Síðustu áætlanir um uppbyggingu við Þríhnúkagíg hljóðuðu upp á um tvo milljarða króna. Hins vegar hafi það tafist þar sem svæðið sé á forræði margra aðila. En svæðið heyra undir forsætisráðuneytið, Kópavogsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar auk Umhverfisstofnunar

Boðið er upp á hellaferðir ofan í gíginn sem hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa