„Við erum ótrúlega þakklát og trúum þessu varla“
DV birti fyrr í dag viðtal við Aldísi Báru Pálsdóttur en unnusti hennar Idafe Onafe Oghene er einn þeirra sem Útlendingastofnun hugðist vísa úr landi snemma í fyrramálið.
Aldís ræddi aftur við blaðamann DV rétt í þessu og staðfesti að lögmaður Idafe, Ívar Þór Jóhannsson, hafi hringt í þau fyrir örfáum mínútum og tilkynnt þeim að Idafe fái frest.
„Lögfræðingurinn hringdi rétt í þessu og Idafe fær frestun. Vitum ekki hversu lengi en við fáum einhvern tíma til að geta unnið áfram í málinu. Við erum ótrúlega þakklát og trúum þessu varla,“ sagði Aldís í samtali við blaðamann DV.