fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Póstur Ara þykir niðrandi og ærumeiðandi

Þjóðleikhússtjóri í vanda vegna tölvupósts – Talaði um „stelpurnar í löggunni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á von á því að það erindi verði tekið fyrir á næsta fundi.“

Menntamálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu hefur borist kvörtun frá yfirmanni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna tölvupósts sem Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri sendi á Jón H. B. Snorrason, einn af æðstu yfirmönnum embættisins.

Í tölvupóstinum sem stílaður var á Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þykir yfirmanninum sem kvartaði til ráðuneytanna sem Ari setji fram ærumeiðandi og niðrandi ummæli um lögreglustjóra og „stelpurnar í lögreglunni.“ DV hefur kynnt sér innihald tölvupóstsins. Pósturinn var áframsendur af Jóni H. B. og fór hann samkvæmt heimildum DV á rangt netfang og til fleiri aðila en ætlað var.

Eyþór er formaður þjóðleikhúsráðs.
Hefur séð póstinn Eyþór er formaður þjóðleikhúsráðs.

Ari notar „þessara kvenna“ í tölvupóstinum og segir einnig: „Hinn góði og réttsýni lögreglustjóri er að leysa allt með stelpunum og uppræta spillingu.“ Þá vitnar Ari til þess að lekar af málum frá lögreglunni komi frá þeim konum sem eru æðstu stjórnendur. Ljóst má vera að „stelpurnar“ sem Ari Matthíasson vitnar til eru þær Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirmaður lögfræðideildar LRH.

Úr netfangi þjóðleikhússtjóra

Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, staðfestir að kvörtun hafi borist embættinu vegna tölvupósts sem sendur hafi verið úr netfangi þjóðleikhússtjóra. Hún sagði í samtali við DV að málið væri til skoðunar. Sirrý neitað alfarið að tjá sig frekar um málið. „Ég get staðfest að kvörtun hefur borist. Annað hef ég ekki að segja um þetta mál,“ sagði hún í samtali við DV.

Sigríður er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglustjóri Sigríður er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Eyþór Arnalds er formaður þjóðleikhúsráðs. Hann sagði í samtali við DV í gær, mánudag, að ráðinu hefði borist erindi varðandi tölvupóst. „Ég á von á því að það erindi verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins eins og önnur erindi sem berast.“ Hann vildi ekki tjá sig um innihald tölvupóstsins en staðfesti að hann hefði séð einn tölvupóst sem tengdist þessu erindi. Þegar Eyþór var spurður hver hefði sent erindið til ráðsins vildi hann ekki upplýsa það og sagði rétt að þeir sem sætu í þjóðleikhúsráði fengju upplýsingar áður en hann upplýsti það.

Viðkvæmt ástand

Algerlega er óvíst með hvaða hætti þessi mál verða afgreidd af ráðuneytunum tveimur og þjóðleikhúsráði. Ljóst er einnig af þessu máli að ástandið er afar viðkvæmt á æðstu stöðum innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Persónuleg gamanmál

Svar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra

DV náði tali af Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra þar sem hann var staddur í Helsinki, í gærkvöldi.Ari furðaði sig mjög á tilvist málsins. „Ég átti í persónulegum samskiptum við vin minn og við vorum þar að gantast. Hann hefur gert grín að starfinu mínu og ég á móti að hans. Þetta voru gamanmál og ekkert annað um það að segja.“ Greinilegt var að Ara var brugðið að einkapóstur hans skyldi með þessum hætti fyrir mistök hafa ratað til óviðkomandi. „Ég hélt að það væri stjórnarskrárbundinn réttur hvers og eins að einkasamskipti væru lögvernduð. Á hinn bóginn vil ég bæta því við að mér þykir leiðinlegt ef þessi gamanmál í einkapósti hafi orðið til þess að einhver móðgaðist.“ Ari ítrekaði að lokum að hann teldi að hann ætti rétt á að eiga einkasamskipti við fólk án þess að slíkt væri gert opinbert, þó svo að þau samskipti rati til þriðja aðila fyrir mistök. „Þessi orð lýsa í engu skoðunum mínum og var bara grín milli tveggja vina.“

Í prentútgáfu, og fyrri útgáfu þessarar netfréttar, kom fram að Ari hefðí notað orðið: „kvendið.“ Það var ónákvæmt, en rétt er að hann notaði orðin: „þessara kvenna.“ DV biðst velvirðingar á þessu og það leiðréttist hér með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka