Jarðskjálfti upp á 7.1 stig reið yfir í Alaska nú í morgun. Frá þessu er greint á vef CNN. Jarðskjálftinn átti sér stað á 80 kílómetra dýpi.
Á fréttavef CNN segir ennfremur að litlar líkur séu á skemmdum eða mannfalli en lítillega fannst fyrir skjálftanum í borgum næst upptökunum.
Þá eru engar líkur taldar á flóðbylgjum þar sem upptökin voru á miklu dýpi.