fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Fréttir

„Höfum ekki enn samið við Netflix“

– Framkvæmdastjóri Myndforms hefur ekki heyrt í bandarísku efnisveitunni síðan í sumar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum ekki enn samið við Netflix enda sigldu viðræðurnar í strand,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi selt bandarísku efnisveitunni sjónvarpsefni sem það á sýningarrétt á. Myndform hóf viðræður við Netflix í ágúst 2014, fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þriggja, en Gunnar svarar að hann hafi ekki heyrt í forsvarsmönnum Netflix síðan um mitt síðasta ár.

„Þá ætluðu þeir að vinna úr því efni sem þeir voru búnir að kaupa af Sam-félaginu og Senu. Svo þarf að endurnýja efnið og við munum því mjög líklega eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti,“ segir Gunnar.

Geta selt mörgum

Netflix, sem opnaði nýverið fyrir þjónustu sína hér á landi, var áhugasamt um að kaupa myndefni sem Myndform á sýningarréttinn á hér á landi. Þar er um að ræða barnaefni, kvikmyndir og annað sjónvarpsefni sem fyrirtækið hefur keypt af sjálfstæðum framleiðendum, minni og miðlungsstórum framleiðslu- og dreifingarfyrirtækjum, eins og Svensk Filmindustri, sem og stórum Hollywood-kvikmyndaverum.

Gunnar Gunnarsson.
Framkvæmdastjórinn Gunnar Gunnarsson.

„Af þessum íslensku kvikmyndafyrirtækjum erum við langstærst í barnaefni og erum með Skjákrakka í samstarfi við Símann og að selja inn á Vodafone Play. Svo erum við með mjög stórar myndir eins og Hobbit-myndirnar og Hunger Games-seríuna,“ segir Gunnar. Hann bætir við að Myndform eigi einnig sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM).

„Hins vegar höfum við í mörgum tilvikum ekki samið um sýningarrétt á mörgum af þessum stóru kvikmyndum þegar kemur að sýningu í sjónvarpi. Þá höfum við einungis tryggt okkur kvikmyndahúsaréttinn. Í mörgum tilvikum getum við hins vegar selt okkar efni til margra fyrirtækja í einu af því að sýningarréttur í gegnum þessar VOD-þjónustur er þannig að við gætum selt Netflix, Símanum og Vodafone sama efnið. Þessi fyrirtæki fá því ekki einkaleyfi á vörunum.“

Talsvert flækjustig

Úrvalið sem Netflix býður viðskiptavinum sínum er eins og gefur að skilja háð samningum við myndréttarhafa í hverju landi fyrir sig. Það er því misjafnt eftir löndum hversu margir titlarnir eru og eins og DV greindi nýverið frá þá eru um þúsund titlar inni á íslensku efnisveitu Netflix. Til samanburðar eru um 6.000 titilar í boði í Bandaríkjunum, 3.500 í Kanada og um 2.000 í Noregi og Svíþjóð. Margir hafa því velt fyrir sér hvort úrvalið hér eigi eftir að aukast en sú þróun veltur á samningum Netflix við annars vegar íslenska myndréttarhafa og hins vegar erlend kvikmyndafyrirtæki.

Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir fyrirtækið hafa náð samningum við Netflix fyrir um einu og hálfu ári síðan.

„Við lokuðum samningum við þá fyrir löngu síðan en það var trúnaðarmál af þeirra hálfu. Það er ákveðið magn af myndum og öðru efni sem við seljum þeim en það er ekki allt komið inn ennþá,“ segir Jón Diðrik.

„Í þessum samningi var ákveðið magn af myndum og eitthvað af þeim hefur þegar farið inn. Við höfum boðið þeim allt sem við getum en það sem hefur verið hamlandi er kostnaðurinn við að umbreyta efninu yfir á þeirra snið. Það hamlar til dæmis hluta þeirra íslensku mynda sem við eigum og þá sérstaklega eintökum sem við eigum af gömlum íslenskum myndum. Það hefur ekki verið fjárhagslega arðbært að færa þær inn vegna greiðslnanna sem myndu þá lenda annaðhvort á okkur eða Netflix. Þær þurfa nánast að vera til í því sniði sem Netflix óskar eftir svo það sé hægt að setja þær inn. Það er stærsti flöskuhálsinn í þessu.“

Framkvæmdastjórinn útskýrir hvernig Sena hafi keypt sýningarrétt á íslenskum myndum. Titlarnir sem eftir standi skiptist að öðru leyti í tvennt.

„Þar er annars vegar um að ræða öll litlu og millistóru framleiðslufyrirtækin sem við höfum samið við. Svo eru þessi stóru stúdíó þar sem við erum oft með samninga um kvikmyndahúsin en ekki sjónvarpsdreifingu. Þá semur Netflix til dæmis við Sony, Fox eða aðra en ekki við okkur. En svo eru einnig tilvik þar sem við höfum samið um að kaupa allan sýningarrétt á ákveðnum myndum í tiltekinn tíma. Það er því talsvert flækjustig í þessu.“

Sömdu við Sam-félagið

Sam-félagið, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, hefur, eins og komið hefur fram, einnig samið við Netflix. Viðræður fyrirtækjanna hófust haustið 2014 og snerust meðal annars um kaup á sýningarrétti Sam-félagsins á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. Ekki náðist í Árna Samúelsson, stofnanda og einn eigenda Sam-félagsins, við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk
Fréttir
Í gær

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022
Fréttir
Í gær

20 ára afmæli Reykjavik Internet Marketing Conference

20 ára afmæli Reykjavik Internet Marketing Conference
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul viðskipti við Nettó setja framtíðaráform grindvískra hjóna í uppnám

Gömul viðskipti við Nettó setja framtíðaráform grindvískra hjóna í uppnám
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni