fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Faðir stúlkunnar í Brasilíu ósáttur: Ræðir við ráðherra

Verulega ósáttur með ummæli Ara Jóhanns í Háholti – Vill að málið verði skoðað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Hilmar Jónsson, faðir stúlkunnar sem situr nú í fangelsi í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls, er verulega ósáttur við ummæli Ara Jóhanns Sigurðssonar, annars forstöðumanna meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði. Bjarni hefur þegar rætt við ráðherra varðandi málið.

Eins og DV greindi frá í gær var fjöldi fólks verulega óánægt eftir að Ari kallaði parið, sem situr nú í fangelsi eftir að hafa verið handtekið með mikið magn kókaíns í Brasilíu undir loks síðasta árs, „þetta lið.“

Ari sagði í samtali við DV í gær að hann hafi fleygt orðum sínum fram á Facebook í kæruleysi og til að stuða fólk. Hann sagðist einnig ekki þekkja umrætt fólk og að orð hans á Facebook endurspegluðu ekki afstöðu hans sem forstöðumaður meðferðarheimilis.

Sjá einnig: Forstöðumaður meðferðarheimilis: „Kjaftæði að eyða skattpeningunum okkar í að aðstoða svona lið“

Bjarni segir að um algjöran dómgreindarbrest sé að ræða af hálfu Ara og telur hann vanhæfan til að sinna sínu starfi. Bjarni bendir á að málið sé afar erfitt fyrir fjölskylduna og hefur leitað til ráðamanna vegna ummæla Ara.

„Ég er búinn að tala við einn ráðherra. Það gerði ég í gærkvöldi. Hann benti mér svo á annan ráðherra sem fer með þennan málaflokk og mun ég funda með honum bráðlega,“ segir Bjarni í samtali við DV.

Bjarni segist ekki ætla að krefjast neins af ráðherra, sem mun vera Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, en vill að málið verið rætt og skoðað.

Varðandi mál dóttur hans, segir Bjarni að hann muni ekki ræða það við fjölmiðla að svo stöddu. Hann segist vera verulega ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um málið, sérstaklega þar sem greint var frá því að dóttir hans hafi litið á sig sem fórnarlamb í málinu. Hann segir það vera alrangt.

„Það var ég sem sagði að hún væri fórnarlamb í málinu, ekki hún.“

Sjá einnig: Kókaínparið í Brasilíu: Faðir stúlkunnar óttast um hana – „Það líður öllum hræðilega“

Sjá einnig: Íslenskt par handtekið í Brasilíu með 4 kíló af kókaíni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“