fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Fulltrúi stjórnvalda sendur út til að aðstoða kókaínparið

Tiltölulega sjaldgæft að fulltrúi sé sendur á vegum stjórnvalda vegna sambærilegra mála

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. janúar 2016 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður á vegum utanríkisráðuneytisins hefur verið sendur til Fortaleza í Brasilíu til þess að aðstoða íslenskt par sem var handtekið í borginni með töluvert magn af kókaíni. Þetta kom fyrst fram á RÚV.

„Hans hlutverk er að kanna aðstæður og reyna að tryggja að þau fái réttláta málsmeðferð,“ útskýrir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins í viðtali við DV, en sjaldgæft er að ráðuneytið sendi sérstaklega fulltrúa til þess að sinna sambærilegum málum.

„Þetta hefur verið gert,“ svarar Urður um fordæmi þess að slíkir fulltrúar séu sendir út, „þá er metið hvort það sé þörf og ástæða til þess,“ bætir hún við. Aðspurð um frekari ástæður þess að fulltrúi var sendur út, segir Urður að hún geti ekki tjáð sig um slíkt.

Spurð út í fulltrúann svarar hún: „Hann er þá fulltrúi íslenskra stjórnvalda.“

Eins og fram kom í viðtali RÚV við paragvæska blaðamanninn Cándido Figueredo Ruiz, sem starfar á einum stærsta fjölmiðli landsins, þá kom nafn Guðmundar Spartakusar Ómarssonar upp í yfirheyrslum yfir parinu.

Sjá einnig: Íslenska kókaínparið nefndi Guðmund Spartakus í yfirheyrslum

Nafn Guðmundar Spartakus komst skyndilega í fréttirnar í vikunni þegar fjölmiðillinn, sem Cándido starfar á, greindi frá nafni hans í tengslum við dularfullt hvarf Fiðriks Kristjánssonar, sem hvarf sporlaust árið 2013.

Guðmundur er sagður hægri hönd Sverris Þórs Gunnarssonar, oftast kallaður Sveddi tönn, sem situr í brasilísku fangelsi vegna tengsla við stórfellt fíkniefnasmygl þar í landi.

Verði parið sakfellt fyrir smyglið geta þau búist við að sitja inni í fimmtán ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu