fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Fjölmargir minnast Þórlaugs: „Ég hringdi og hringdi en þú svaraðir aldrei, elsku vinur“

Þórlaugur Ragnar lést í umferðarslysi rétt fyrir jól – Var jarðsunginn í dag

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. janúar 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórlaugur Ragnar Ólafsson lést í umferðarslysi skammt norðan Akureyrar þann 22. desember síðastliðinn. Þórlaugur var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag.

Kjaftasögur á kreiki

Í umfjöllun Pressunnar kemur fram að margar kjaftasögur hafi verið á kreiki um andlát Þórlaugs, allt frá því að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna, verið í símanum undir stýri og skilið eftir sig sjálfsvígsbréf. Fjölskylda hans hefur tekið kjaftasögurnar nærri sér og reynt að bægja þeim frá sér. Ekkert bendir þó til þess að Þórlaugur hafi verið undir áhrifum þegar slysið varð og segir Ólafur Hjörtur Ólafsson, uppeldisfaðir Þórlaugs, að hann hafi ekki ekki reykt, drukkið eða neitt vímuefna. Þá hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að hann hafi verið í símanum undir stýri.

Við getum ekki útilokað sjálfsvíg. Þannig er staðan núna, því miður

Var í meðferð við þunglyndi og kvíða

En það sem Ólafur Hjörtur getur ekki útilokað er að Þórlaugur hafi ekið viljandi framan á vörubifreiðina sem kom á móti með þeim afleiðingum að hann lést. „Við getum ekki útilokað sjálfsvíg. Þannig er staðan núna, því miður. Þetta er ákveðin tilfinning sem við höfum. Bæði út frá því sem við vitum og það sem við getum séð eftir á. Hann hafði talað um að fara þessa leið í þeim tilgangi að taka eigið líf,“ segir hann í viðtalinu og bætir við að Þórlaugur hafi verið í meðferð við þunglyndi og kvíða. „Þetta er engin skömm. Staðan er þessi og þetta er það sem við vitum.“

Ólafur segir loks að umtalið hjálpi þeim ekki í sorgarferlinu, en það fylgi þó oft atburðum sem þessum.

Sjá einnig:
„Höggið er þungt og söknuður af góðum dreng mikill“
„Jólin hafa aldrei verið jafn erfið“

Kolbrún Eva segir að Þórlaugur hafi verið gull af manni. Hér sjást þau saman á mynd.
Góður drengur Kolbrún Eva segir að Þórlaugur hafi verið gull af manni. Hér sjást þau saman á mynd.

Fyrirmyndadrengur

Í viðtali við DV.is þann 27. desember síðastliðinn sagði móðursystir Þórlaugs að hann hafi verið góðhjartaður ungur maður sem hefði gert allt fyrir alla. „Þórlaugur kvaddi þennan heim alltof ungur. Ég átti margar stundir með þessum yndislega pilti. Hann var fyrirmyndardrengur. Drakk ekki, reykti ekki, hugsaði vel um peningana sína og kom mörgum vinum sínum til hjálpar,“ sagði móðursystir hans, Kolbrún Eva Helgadóttir.

Hún sagði Þórlaug hafa verið gull af manni og verið þeim systrunum sem lítill bróðir. Einnig hafi hann verið duglegur að annast litlu frændsystkini sín. Þórlaugur var annað barnabarnið í röðinni af 14 og sérstakur vinur móðurafa síns sem syrgir hann sárt.

„Hann var foreldrum mínum sem sonur. Pabbi og Þórlaugur voru félagar frá upphafi til enda. Þórlaugur var besti vinur föður míns. Þeir brölluðu mikið saman. Meira að segja á unglingsárunum Þórlaugs.“
Fyrir hönd foreldra Þórlaugs stofnaði Kolbrún styrktarreikning.

„Það ætti enginn að þurfa að bera barnið sitt til grafar og alls ekki þurfa að hugsa um kostnað. Ég vil að Þórlaugur fái fallega útför. Þið sem getið það yrði rosalega gott að fá hjálp ykkar,“ sagði hún en Þórlaugur verður jarðsettur næstkomandi mánudag. Reikningsupplýsingarnar má sjá hér að neðan.

„Þú varst mér það dýrmætasta“

Í Morgunblaðinu í dag minnast margir Þórlaugs með fallegum orðum. Einn þeirra er faðir hans, Ólafur Helgi, sem rifjar upp daginn örlagaríka þegar sonur hans lést.
„22. desember var ég á leiðinni frá Reykjavík eftir að hafa eignast það sem ég hlakkaði svo til að segja þér frá. Ég reyndi svo mikið að hringja í þig til að segja þér skemmtileg tíðindi sem ég veit að þú hefðir verið svo glaður við að heyra og hefðir verið svo glaður með að fá að bjástra við. Þú vissir alltaf nákvæmlega hvað var flott og hvað var ljótt þegar að bílum kom og ég hlakkaði svo til að hafa þig sem einstakan og traustan ráðgjafa. Elsku Laugi minn, ég hlakkaði svo til að eiga með þér stund á fallegum degi á nýja bílnum þar sem við hefðum spjallað óendanlega mikið um hvað hægt væri að gera til að gera hann flottari,“ segir Ólafur og bætir við:

Ég man svo ljóslifandi þau skipti sem ég vaknaði við lítið og létt fótatak utan við svefnherbergishurðina og inn komst þú og skreiðst upp í og hjúfraðir þig í hlýjum faðmi pabba

„Ég hringdi og hringdi en þú svaraðir aldrei, elsku vinur. Við töluðum svo mikið um allt milli himins og jarðar, þó aðallega flotta bíla, ekkert var okkur heilagt og við gátum alltaf skemmt okkur yfir því. Elsku Laugi minn, nú er allt svo tómt inni í mér og ég sakna þín svo mikið, elsku drengurinn minn. Þú varst alltaf ljósið mitt og tilgangur í lífinu, nú er hjarta mitt svo tómt og sálin svo dofin af sorg að engin orð eru til að lýsa. Ég hef flakkað síðustu daga fram og til baka og hugsað um tímann frá því þú fæddist á fæðingardeildinni á Akureyri til að reyna að fylla í þetta óendanlega stóra tóm sem er inni í mér núna. Fallegu minningarnar um allar stundirnar sem við áttum saman koma samt aldrei í staðinn fyrir þig, elsku vinur. Þó er ég að reyna!
Hjartalag þitt var einstakt. Alltaf varstu að leitast við að láta öðrum líða vel. Nærvera þín var þægileg, alltaf til í að rétta hjálparhönd og huggandi faðm. En stundum þurftir þú líka hlýjan og traustan faðm þegar þér leið illa og þá þurfti að setjast niður og ræða málin en oft þurftir þú að- eins einlægt faðmlag og nokkra kossa, þá varstu sáttur og gleði þín geislaði á ný. Ég man svo ljóslifandi þau skipti sem ég vaknaði við lítið og létt fótatak utan við svefnherbergishurðina og inn komst þú og skreiðst upp í og hjúfraðir þig í hlýjum faðmi pabba. Þá vissi ég að þér leið vel. Þú varst mér það dýrmætasta, nú eru það aðeins minningar, sem þó hjálpa, en samt ekki nóg. Nærvera þín og útgeislun opnaði alla fyrir þér.“

Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Þórlaugs er bent á styrktarreikninginn hér að neðan.

STYRKTARREIKNINGUR
Reikningsnúmer: 566-04-250192
Kennitala: 0601814389

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“