fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Norður-Kórea sögð hafa sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni

Norður-Kóreumenn segjast hafa framkvæmt fjórðu kjarnorkutilraunina sína í dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðamenn Norður-Kóreu halda því fram að vetnissprengja hafi verið sprengd í tilraunaskyni í landinu í dag.

Tilkynningin kom eftir að jarðskjálfti upp á 5,1 á richter mældist í landinu, en það var tilkynnt um tilraunasprenginguna í fréttatíma á ríkisstöð Norður-Kóreu.

Sprengingin á að hafa átt sér stað í Punggye-ri, sem er ekki svo langt frá landamærum Kína.

Vetnissprengja er mun öflugri heldur en atómsprengja, en neyðarfundur hefur verið boðaður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna tilraunarinnar.

Samkvæmt umfjöllun BBC um málið þá geta liðið vikur eða mánuðir þar til það er mögulegt að sannreyna orð ráðamanna í Norður-Kóreu og því ekki hægt að segja með vissu hvort að þarna hafi vetnissprengja verið sprengd.

Kim Jong-un tilkynnti í síðasta mánuði að Norður-Kórea hefði náð að smíða vetnissprengju, en sérfræðingar voru og eru efins.

Þetta var fjórða kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna frá árinu 2006 og hafa tilraunirnar verið dýrkeyptar fyrir landið sem er einangraðasta ríki veraldar. Þannig hefur hjálparaðstoð verið takmörkuð og viðskiptaþvinganir auknar.

Ofan á allt annað þá hefur Norður-kórea skotið flugskeytum úr kafbátum í tilraunaskyni en það gerir það að verkum að viðvörunartími fyrir árás, til að mynda á vesturströnd Bandaríkjanna, yrði mun minni, og hafa Bandaríkjamenn töluverðar áhyggjur af þessu. Ekki síst í ljósi þess að vetnissprengja er nokkuð lítil og meðfærileg og henni fylgir gífurleg tortíming.

Á meðal þeirra þjóða sem hafa áhyggjur af þróun mála eru nágranna Norður-Kóreu, Kínverjar, sem hafa hingað til haldið hlífiskildi yfir grönnum sínum og aðstoðað ríkið á margan hátt. Japanir eru einnig áhyggjufullir en forsætisráðherra landsins sagði tilraunina alvarlega ógn við öryggi íbúa landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni