fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Ástþór býður sig fram til forseta

Vill að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með kosningunum í sumar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 2. janúar 2016 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta í sumar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Ástþórs. Þar birtir hann bréf sem hann hefur sent til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu þar sem hann biðlar til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framgangi forsetakosninganna hér á landi í sumar.

Þetta verður í fjórða sinn sem Ástþór býður sig fram til forseta. Síðast bauð hann sig fram í kosningunum 2012 en framboð hans var dæmt ógilt.

„Áhyggjuefni er hvað Íslenskir fjölmiðlar hafa ítrekað verið misnotaðir í aðdraganda kosninga til að draga taum einstakra frambjóðenda um leið og lítið er gert úr öðrum jafnvel með háði og spotti. Þannig hafa fjölmiðlarnir mótað skoðanir almennings og í raun ráðið úrslitum kosninga,“ segir meðal annars í bréfinu.

Hann segir að forsetaframboð hans snúist um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir hann.

Hann vandar RÚV ekki kveðjurnar og segir hann ríkisfjölmiðilinn sniðganga hann í umfjöllun um hugsanlega frambjóðendur. „Grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum er aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli. Fjölmiðlar geta mótað skoðanir almennings með umfjöllun sinni eins og þeir hafa gert á Íslandi í aðdraganda fyrri kosninga. Ég hef því miður þurft ítrekað að beina ljósi að RÚV, íslenska ríkisfjölmiðlinum, og hvernig þeir hafa dregið taum einstakra framboða á kostnað annarra þvert á lögboðið hlutverk sitt. Sama var oft uppá tengingnum hjá öðrum fjölmiðlum enda var stærsta einkarekna fjölmiðlasamsteypan á Íslandi í eigu stuðningsmanna eins frambjóðanda.
Flest bendir til þess að Íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi forsetakosninga. Einnig þarf að að vinna tímanlega úr meðmælendalistum til að koma í veg fyrir að hægt sé að gera áhlaup á einstaka framboð til að fá þau dæmd úr leik eins og ég hef lent í tvisvar sinnum. Þessvegna ítreka ég ósk mína um að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSCE) sendi eftirlitsmenn til Íslands til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ segir Ástþór.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Bréf til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu: Ég mun endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ með ósk um að…

Posted by Ástþór Magnússon on Saturday, 2 January 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg