fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Unga konan dó vegna eitrunar

Kristján Markús Sívarsson yfirheyrður – Safnað fyrir son konunnar

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 26. september 2014 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlát íslensku konunnar sem lést í borginni Algeciras á Spáni 16. september síðastliðinn er nú rannsakað af lögreglunni á Spáni sem eitrun samkvæmt ræðismanni Íslands á Malaga, Per Dover Petersen. Í samtali við DV segir hann að nú sé beðið eftir niðurstöðum eiturefnaskimunar en kærasti konunnar, Kristján Markús Sívarsson, hefur verið yfirheyrður af lögreglu á Spáni. Per Dover segist ekki vita hvort Kristján Markús hafi stöðu grunaðs aðila. Konan, sem var rétt rúmlega tvítug, hefur glímt við fíkniefnavanda um nokkurt skeið. Tveggja ára sonur hennar er nú í umsjón foreldra hennar.

Eitur líklega dánarorsök

„Í öllum svona tilvikum þá fer í gang rannsókn hjá lögreglunni hér. Lögreglu grunar að um eitrun hafi verið að ræða, annað hvort af hennar eigin hendi eða af öðrum aðila,“ segir Per Dover. DV gerði ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar um stöðu rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Spáni, en var ávallt bent á að ræða við ræðismann Íslands. Þau svör fengust þó að málið væri á borði rannsóknarlögreglunnar. Per Dover segir að nú sé beðið eftir niðurstöðu úr eiturefnaskimun. „Krufning liggur fyrir en beðið er eftir niðurstöðu úr eiturefnaskimuninni. Dómari hér mun svo ákveða framhaldið. Ég get ekki staðfest hvaða eitur varð henni að bana en ég get staðfest að einhvers konar eitur dró hana til dauða,“ segir Per Dover.

Aðstoða fjölskylduna

Orð Pers Dover stangast á við orð Urðar Gunnarsdóttur en hún sagði á dögunum að málið væri ekki rannsakað sem grunsamlegt dauðsfall. Spurð um þetta svarar Urður nú að orð hennar hafi miðast við þær upplýsingar sem lágu fyrir þá. Í samtali við DV segir hún að sé málið nú sakamál þýði það að aðkoma utanríkisráðuneytisins sé lítil sem engin, nema sérstaklega sé óskað eftir því. „Við erum að aðstoða fjölskyldu hennar,“ segir hún.

Kærastinn yfirheyrður

Líkt og fyrr segir var kærasti konunnar Kristján Markús Sívarsson, en hann á langan afbrotaferil að baki og er grunaður í sérstaklega hrottalegri frelsissviptingu og líkamsárás sem átti sér stað í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd síðastliðinn ágústmánuð. Per Dover segir að hann hafi verið yfirheyrður af lögreglu á Spáni vegna andláts konunnar. „Hann hefur verið yfirheyrður. Ég er hins vegar ekki alveg viss um hvort hann sé grunaður eður ei. Við höfum ekki verið beðin um aðstoð vegna þess svo ég veit lítið um það,“ segir Per Dover. Að hans sögn átti andlátið sér stað á litlu hóteli í Algeciras. Hann segir sömuleiðis að Kristján Markús hafi tilkynnt um andlát konunnar, en hún var úrskurðuð látin á vettvangi.

Hefja söfnun

Ættingjar og vinir konunnar hafa síðastliðna viku tjáð á samfélagsmiðlum þann mikla harm sem býr í brjósti þeirra. Konan hafði háð langa baráttu við vímuefnasýki og hafði margoft reynt að snúa við blaðinu. Fjölskylda konunnar hefur beðist undan viðtali, en hefur þess í stað bent á samtökin Olnbogabörn. Samtökin voru stofnuð fyrir aðstandendur barna með áhættuhegðun. Ættingjar konunnar hafa komið á stað söfnun fyrir dreng hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít