Stefnumótaforritið Tinder hefur undanfarin ár notið sívaxandi vinsælda á meðal einhleypra Íslendinga í leit að félagsskap og hugsanlega lífsförunaut. Vinsældirnar virðast ekki ætla að fara minnkandi en forritið er í dag eitt af þeim af allra vinsælustu í netverslun App Store. DV tók saman dæmi um nokkra þekkta íslenska karlmenn sem hafa skráð sig á forritið og gætir þar ýmissa grasa.
Almar varð þjóðþekktur árið 2015 þegar hann dvaldi vikulangt í kassa í húsnæði Listaháskólans, nakinn og allslaus. Hann stundar nú nám á þriðja ári í myndlist við LHÍ og á eflaust eftir að vekja frekari athygli fyrir listsköpun sína í framtíðinni.
Valdimar hefur fyrir löngu heillað þjóðina sem söngvari samnefndar hljómsveitar. Hann var andlit Reykjavíkurmaraþonsins árið 2016 og gerði aðdáunarverðar breytingar á lífsstíl sínum. Hann mun síðar í vetur reyna fyrir sér á leiklistarsviðinu en hann fer með hlutverk Eddie í uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror.
Flestir landsmenn kannast við þennan viðkunnanlega harðjaxl sem átti þátt í því að landa sigri karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hann sagði skilið við boltann árið 2013 en hefur síðan þá stundað nám við Háskólann í Reykjavík og staðið vaktina í verslun Fiskikóngsins.
Gísli Rúnar er einn ástsælasti leikari og grínari Íslands alveg frá því hann sló fyrst í gegn sem annar af Kaffibrúsakörlunum á áttunda áratug seinustu aldar. Þá muna ófáir eftir honum sem hrokafulla flugstjóranum Adolf í kvikmyndinni Stella í orlofi.
Róbert Óliver er útskrifaður úr hinum virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles en svo skemmtilega vill til að hann er einnig sonur Gísla Rúnars. Róbert hefur einnig látið til sín taka á tónlistarsviðinu undanfarið þar sem hann notast við nafnið Royal Gíslason.
Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður
Sölvi hefur í gegnum tíðina getið sér gott orð sem fjölmiðlamaður en hann er menntaður í sálfræði og fjölmiðlafræði og hefur meðal annars starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og á DV.
Hann stundar hugleiðslu af kappi auk þess sem hann hefur ferðast víða um heim en hann hefur undanfarna mánuði dvalið í Kaliforníu við handrita- og bókarskrif.