fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Svala langvinsælust af þeim sem komin eru í úrslit

YouTube-vísitala laganna sjö – Þetta hafa smellirnir fengið af smellum – Er Ísland með sterkustu undankeppnina í ár?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö lög munu keppa á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardaginn og berjast þar um atkvæði Íslendinga til að komast á Eurovision sem haldið er í Úkraínu að þessu sinni.

En hvert þessara laga ætli sé vinsælast á YouTube?

Öll lögin sem valin voru í undankeppnina komu inn á YouTube-rás Ríkisútvarpsins fyrir mánuði síðan. Um er að ræða bæði íslensku og ensku útgáfur laganna. DV ákvað athuga YouTube-vísitölu laganna sjö sem komumst áfram í úrslitin en þau hafa alls fengið ríflega 248 þúsund áhorf.

Það er Svala Björgvinsdóttir sem ber höfuð og herðar yfir aðra keppendur og virðist langvinsælust á YouTube ef marka má áhorfstölur á útgáfurnar tvær, Ég veit það og Paper. Alls ríflega 89.314 áhorf, þar af ríflega 66 þúsund á Paper.

Aron Hannes, og lag hans Nótt/Tonight er aðeins hálfdrættingur á við Svölu með 44.212. Daði Freyr Pétursson og lagið Hvað með það/Is this love rekur lestina aðeins 13.553 áhorf.

Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem kom inn sem sjöunda lagið í úrslitin þökk sé Svarta Pétri framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar, er fjórða vinsælasta lagið á YouTube, með ríflega 34 þúsund áhorf.

Af ummælum við vinsælustu lögin að dæma virðast erlendir Eurovision-aðdáendur ánægðir með úrvalið hjá Íslendingum fyrir keppnina í ár.

Einn spenntur skrifar við lag Hildar:

„Ísland er með bestu undankeppnina af öllum þetta árið. Ég gæti búið til lagalista (e. playlist) með bara þeim.“

Við andmælum því ekki. Svo er bara að sjá hvort YouTube-smellirnir hafi eitthvað að segja á laugardagskvöld.

Þangað til hvetjum við þig til að velja þitt uppáhaldslag í könnun DV hér fyrir ofan.


Þetta hafa smellirnir fengið marga smelli

Flytjandi Íslenska Áhorf Enska Áhorf Alls
Svala Ég veit það 22.945 Paper 66.369 89.314
Aron Hannes Nótt 18.102 Tonight 26.110 44.212
Aron Brink Þú hefur dáleitt mig 10.872 Hypnotised 26.094 36.966
Hildur Bammbaramm 10.076 Bammbaramm 24.375 34.451
Rakel og Aron Til mín 6.288 Again 9.385 15.673
Rúnar Eff Mér við hlið 4.268 Make your way back home 9.805 14.073
Daði Freyr Hvað með það 5.367 Is this love 8.186 13.553

Áhorfstölur miðast við stöðuna á YouTube-rás RÚV 06.03 2017 – kl: 15:00


Lögin sjö sem keppa til úrslita:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=8Mb3feML1po?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=74B3cuiuJZ8?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=GJtzAGluZp0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=m7QE7tFBbtA?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=aQAJc7etZlA?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=UrRtba-mZR8?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=wCm1iT02L6U?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu