fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

Hleypur nakinn með íslenskum hestum: „Mig langaði að verða hluti af hópnum“ – Sjáðu myndbandið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að verk mín séu misskilin,“ segir Nick Turner sem fór að venja komur sínar til Íslands árið 2011. „Þetta snýst ekki bara um mig að hlaupa nakinn með hestum. Langt í frá.“

Nick er myndlistarmaður og sinnir einnig mörgum öðrum listgreinum. Að hlaupa nakinn í náttúrunni með hestum er eitt af verkum hans, að hann verði einn af þeim, hluti af náttúrunni. Segir hann að maðurinn eigi margt sameiginlegt með dýrum. Vice, fjallar um veru Turner á Íslandi.

Turner kveðst strax í æsku hafa liðið vel í náttúrunni og á meðal dýra. Þá hafi hann tekið félagsskap hesta fram yfir skólafélaga sem barn. Segir Turner að ein ástæða þess að hann hafi skapað myndaseríuna hafi verið tilraun til að reyna að skilja af hverju hann hafi upplifað sig utangarðs þegar hann var að alast upp.

„Mig langaði að verða hluti af hópnum, einn af hestunum, ekki bara maður sem stendur við hliðina á þeim.“

Turner segir frá því þegar hann ferðaðist fyrst til Íslands árið 2011. Síðan þá hefur hann tekið ástfóstri við land og þjóð. Og auðvitað heillast af íslenska hestinum líkt og sést á myndum. Í viðtalinu segir að 60% Íslendinga trúi á yfirnáttúruleg öfl og heillaði það listamanninn.

„Ég bjó yfir miklu ímyndunarafli sem barn og las bækur um ævintýri og galdra,“ segir Turner og bætir við að þess vegna höfði Ísland einnig sérstaklega til hans. Þá segir Turner á öðrum stað:

„Ég vil að áhorfandinn finni eitthvað þegar hann horfir á verk mín, ekki bara að það heilli hann eða honum finnist það forvitnilegt, það er einnig mikilvægt að hann átti sig á margbreytileika náttúrunnar og mikilvægi hennar og hvernig náttúran hefur áhrif á samfélag okkar í dag.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KASxRjTee0A&w=660&h=415]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“