Fullt var út úr dyrum á kosningavöku bandaríska sendiráðsins, sem haldin var á Hilton Hotel Nordica í gærkvöldi, en ljósmyndari DV var á staðnum. Haldnar voru forsetakosningar í salnum en þar vann Hillary Clinton með miklum yfirburðum – ólíkt því sem gerðist vestanhafs.
Vinstri græn og Framsóknarmaður Hver veit nema pólitíkin hér heima hafi borið á góma. Með Svandísi Svavarsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni á myndinni er eiginmaður Svandísar, Torfi Hjartarson.
Brosmild og sæt Tobba Marinósdóttir lét sig ekki vanta.
Þrjú kát Bryndís Guðmundsdóttir og Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri, ásamt Barða í Bang Gang.
Sjálfstæðismenn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins og Illugi Gunnarsson fráfarandi menntamálaráðherra brostu út að eyrum.
Skemmtu sér vel Hjónin Guðrún Ögmundsdóttir og Gísli Arnór Víkingsson.
Hýr á brá Eyþór Arnalds og Ásta Garðarsdóttir.
Glatt á hjalla Ása Baldvinsdóttir,Ari Trausti Guðmundsson, Albert Jónsson og Sigríður Snævarr.