fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fókus

Heiða Björg: „Fátæk börn biðja ekki um neitt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rösku ári síðan var Heiða Björg Hilmisdóttir lítt þekktur borgarfulltrúi en nú er hún orðin einn umtalaðasti femínisti landsins og varaformaður Samfylkingarinnar. Kristinn hjá DV heimsótti Heiðu og ræddi við hana um stjórnmálin, #metoo-byltinguna, æsku í fátækt og son hennar, Hilmi, sem greindist yngstur Íslendinga með MS-taugasjúkdóminn.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

 

Fátæk börn biðja ekki um neitt

Heiða fæddist árið 1971 og ólst upp á Akureyri frá tveggja ára aldri, elsta barn hjónanna Hilmis Helgasonar og Lovísu Snorradóttur, sem hún lýsir sem strangheiðarlegu og duglegu verkafólki. Hún eignaðist þrjú yngri systkini og það kenndi henni ábyrgð og mótaði æskuna þar sem hún tók að sér alls kyns verkefni innan heimilisins. Heiða þurfti að vera sterk.

„Ég fór í gegnum mjög erfitt skeið með mömmu og pabba frá tíu ára aldri þegar þau voru að kaupa sér húsnæði og voru gríðarlega blönk. Það var ekki til neinn peningur á heimilinu en við fengum lambakjöt frá ömmu og afa sem bjuggu í sveitinni og fisk frá frænda mínum. Það varð að passa upp á hverja einustu krónu. Við gerðum ekki mikið utan heimilisins en foreldrar mínur eru meistarar að gera mikið úr litlu. Þau settur okkur börnin alltaf í forgang.“

Hvaða áhrif hafði þetta á ykkur systkinin?

„Systkini mín voru það lítil að þetta fékk ekki mikið á þau en ég tók þetta mikið inn á mig. Til dæmis hætti ég að biðja um hluti, sem eru mjög algeng viðbrögð hjá börnum í þessari stöðu. Fátæk börn biðja ekki um neitt. Þetta hafði líka áhrif langt fram á fullorðinsaldurinn, til dæmis hversu sparsöm ég var, en ég áttaði mig ekki strax á hversu mikil áhrif þetta hafði á mig.“

Strax í æsku sá hún hversu miklu máli hið norræna velferðarkerfi skipti og lýsir hún sér sem skilgetnu afkvæmi þess. Vegna kerfisins hafði Heiða tök á því að mennta sig og ná að fóta sig sem einstæð móðir þegar að því kom.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu