fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025

Tímavélin: Tímamót í íslensku sjónvarpi

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 19:00

Vala Matt, Valgerður Matthíasdóttir, sló eftirminnilega í gegn eftir að Stöð 2 fór í loftið. „Á hárgreiðslustofum biðja konur um greiðslu eins og Vala Matt. Þær hinar sömu, sem ekki þykjast þola flissið í henni í sjónvarpinu." Heimsmynd 1. október 1989

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöð 2 hóf útsendingar á fimmtudegi árið 1986 en þá voru fimmtudagar enn sjónvarpslausir í Ríkissjónvarpinu. Þetta var aðeins eitt af fjölmörgu sem stjórnendur stöðvarinnar gerðu til að ögra. Stöðin bauð strax upp á fjölbreytt afþreyingarefni, sinn eigin kvöldfréttatíma og sýndi lengur fram á kvöld en áður hafði þekkst. Það nýmæli að geta horft á teiknimyndir á morgnana um helgar naut mikilla vinsælda.

Það urðu tímamót í íslenskri sjónvarpssögu þegar Stöð 2 hóf útsendingar þann 9. október 1986. Dagskráin hófst um kvöldið með ávarpi Jóns Óttars Ragnarssonar, annars stofnanda stöðvarinnar, þá tók við fréttatími sem hófst klukkan 19.25. Því næst átti að vera bein útsending frá komu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta til landsins vegna leiðtogafundarins umtalaða.

Tíminn 9. október 1986

Það fór þó ekki betur en svo að Stöð 2 neyddist til að sýna leikbrúðuþátt í staðinn. Þetta var vatn á myllu þeirra sem töldu enga þörf fyrir annað en Ríkissjónvarpið og skildu heldur ekki af hverju Stöð 2 ætlaði eiginlega að bjóða upp á sjónvarpsfréttir. En samkeppni er almennt af hinu góða og segja má að fall hafi verið fararheill hjá Stöð 2 sem enn er við lýði, 34 árum seinna.

Fréttatími stöðvarinnar eignaðist brátt fastan sess klukkan 19.19 en á þessum tíma voru sjónvarpsfréttir RÚV klukkan 20:00. Þær voru síðar færðar framar í dagskrána til að keppa við kvöldfréttir Stöðvar 2.

Bið eftir afruglurum

Sama dag og útsendingar hófust sagði DV fréttir af því að fimm þúsund manns hefðu pantað sér afruglara og því virtist stöðin vera að slá í gegn áður en fyrsti útsendingardagurinn væri úti.

Mikilvægar leiðbeiningar.

Áhugasamir gátu pantað afruglara frá Heimilistækjum en reikna þyrfti með að bíða í þrjár vikur eftir að fá hann afhentan. Tekið var fram að um þúsund tæki bærust til landsins í hverri viku. Verð á afruglaranum var 11.200 krónur gegn staðgreiðslu en 11.800 með afborgunum. Í byrjun var mánaðargjald fyrir áskrift 980 krónur.

Félagsfræðingurinn Jóhann Hauksson, sem síðar varð verðlaunablaðamaður, gerði könnun á sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 og RÚV dagana 28. nóvember til 18. desember 1986. Niðurstaðan var að tæp 87% af efni Stöðvar 2 væru erlend, samanborið við 53% hjá RÚV. Hjá RÚV voru 70% af erlendu sjónvarpsefni „angloamerísk“ en 100% hjá Stöð 2.

Dagskrá RÚV og Stöðvar 2 19. desember 1989 frá kl 8:00-18:00

Barnaefni á morgnana

Þegar Stöð 2 fagnaði þriggja ára afmæli auglýsti hún í helstu blöðum landsins og rakti helstu afrek sín, að eigin mati: „Það var Stöð 2 sem réðst gegn gamalli bábilju ríkisforsjármanna um sjónvarpslaus fimmtudagskvöld. Það var Stöð 2 sem lengdi útsendingartíma sjónvarps á Íslandi og kom þannig til móts við óskir landsmanna sem ríkisforsjármenn höfðu ekki séð neina ástæðu til að sinna. Það var Stöð 2 sem ruddi brautina í talsetningu á erlendu barnaefni og kom þannig til móts við óskir barna og foreldra sem ríkisforsjármenn höfðu hummað fram af sér í mörg ár.“

DV 4. mars 1987

Þeir sem voru börn á þeim tíma sem Stöð 2 hóf útsendingar muna eflaust eftir því hversu mikil tímamót það voru að geta horft á teiknimyndir á morgnana um helgar, og það með íslensku tali. Meðal þess barnaefnis sem var hvað vinsælast má nefna Kærleiksbirnina, Litla folann minn, Þrumukettina og Feita Albert. Á öðru starfsári hófu þættirnir Með afa göngu sína þar sem Örn Árnason brá sér í hlutverk afa sem varð ein langlífasta persóna Arnar, enn sem komið er.

Örn Árnason í hlutverki afa. Pressan 16/9 1993

Þessi grein birtist fyrst í helgarblaði DV sem kom út 21. ágúst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Risatilkynning frá Suðurlandsbraut

Risatilkynning frá Suðurlandsbraut
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“