fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Hatrammar nágrannaerjur – Veginum lokað með traktor

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. maí 2019 09:00

Bergþórshvoll og Káragerði Veginum lokað með traktor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannaerjur hefjast oft út af smávægilegum hlut, hlægilegum í stóra samhenginu. En vinda gjarnan upp á sig og ef ekki er gripið strax inn í geta þær farið úr böndunum. Getur slíkt ástand varað um margra ára skeið og upp geta komið atvik sem utanaðkomandi sjá sem algera sturlun, en þeir sem eru í orrahríðinni miðri upplifa sem eðlilegt framhald og stigmögnun. Margsinnis hafa slík mál endað fyrir dómstólum og stundum hefur ofbeldi fylgt.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

Vegi lokað með dráttarvél

Við segjum ekki skilið við Bergþórshvol strax. Eftir að Eggert lést lentu frænka hans og eiginmaður hennar, Benedikta Haukdal, og Runólfur Maack, í erjum við hjónin Viðar Halldórsson og Rögnu Bogadóttur á bænum Káragerði. Aðeins eru um 400 metrar á milli bæjanna og eitt sinn var þetta sameiginleg jörð.

Harðvítugar deilur komu upp á milli heimilisfólks sumarið 2017 og greindi DV frá þeim. Snerust þær um aðkeyrslu að Káragerði. Tvær leiðir eru að bænum, önnur fram hjá Bergþórshvoli og önnur illfær. Hvorki sjúkrabílar né slökkviliðsbílar komast þann slóða. Vildi heimilisfólk á Bergþórshvoli að Káragerðisfólk kæmi sér upp eigin heimkeyrslu og lögðu dráttarvél þannig að ekki var hægt að keyra veginn að Káragerði.

„Þetta er náttúrulega bara héraðsvegur,“ sagði Viðar í samtali við DV á sínum tíma en jafnframt að hann vildi koma upp eigin heimkeyrslu og losna við að keyra fram hjá Bergþórshvoli. „Þetta hafa verið leiðindasamskipti þarna á milli og það koma upp svona árekstrar. Við viljum hafa sem minnst samskipti við þau en alltaf þegar kemur eitthvað upp á, er það frá þeim.“

Viðar nefndi til dæmis að Runólfur hefði mokað möl upp úr veginum og sturtað yfir á land Káragerðis. Einnig að Benedikta hefði hellt sér yfir barnabarn þeirra á Facebook.

Kuldinn á milli fólksins átti sér eldri rætur og báðar húsfreyjur tengdust Eggerti Haukdal. Ragna í Káragerði var systir sambýliskonu Eggerts. Borgþórshvoll 1 var kirkjujörð og bæði býlin buðu í hana þegar kirkjan seldi. Var boði Runólfs og Benediktu tekið.

Viðar sagði deiluna þó fyrst og fremst snúast um hlunnindi, til dæmis malartöku og veiðirétt úr Affallinu, og sagði að fólkið á Bergþórshvoli vildi ekki viðurkenna þau. Hafi Viðar til dæmis ekki verið boðaður á fund hjá veiðifélaginu þar sem Runólfur er formaður.

„Káragerði hefur verið í veiðifélaginu frá því það var stofnað og tekið þátt í allri uppbyggingu sem hefur þurft að leggja fjármagn í. Það fer ekkert á milli mála en þetta vill hann ekki viðurkenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“