Alþingi valdi fjóra listamenn til að hljóta 75 þúsund krónur hver.
Halldór Laxness, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
Jóhannes S. Kjarval listmálari. Kjarvalsstaðir helgaðir honum.
Páll Ísólfsson, tónskáld og organisti við Dómkirkjuna.
Tómas Guðmundsson, rithöfundur og oft kallaður Reykjavíkurskáldið.
Úthlutunarnefnd valdi aðra listamenn til að hljóta laun. 50 þúsund krónur fengu meðal annarra:
Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Ásmundarsafn helgað honum.
Jóhannes úr Kötlum, rithöfundur og alþingismaður Sósíalistaflokksins.
Jón Leifs tónskáld. Kvikmyndin Tár úr steini byggð á ævi hans.
Þórbergur Þórðarson, rithöfundur og ljóðskáld.
30 þúsund krónur hlutu meðal annarra:
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og þýðandi.
Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og blaðamaður.
20 þúsund krónur hlutu meðal annarra:
Guðrún frá Lundi, einn afkastamesti rithöfundur síns tíma.
Nína Tryggvadóttir, listmálari og ljóðskáld.
15 þúsund krónur hlutu meðal annarra:
Alfreð Flóki, myndlistarmaður sem sérhæfði sig í teikningu.
Kristbjörg Kjeld, leikkona sem lék í 79 af stöðinni.