Dagana 28. til 29. júní árið 1945 fór fram sjötti aðalfundur Landssambands blandaðra kóra í Reykjavík. Í sambandinu voru átta kórar og 320 söngfélagar. Á aðalfundinum voru mættir fulltrúar úr kórunum auk formanna og söngstjóra.
Brynjólfur Sigfússon, söngstjóri frá Vestmannaeyjum, bar upp brýnt erindi á fundinum; uppgang djassins á Íslandi og áhrif hans á ungu kynslóðina. Lagði hann fram tillögu um að vinna bæri að því að draga sem mest úr áhrifum djassins. Var tillagan samþykkt einróma.
Gerræði landssambandsins stöðvaði ekki þar. Á fundinum var einnig samþykkt tillaga um að skorað yrði á stjórnvöld í landinu um að gera stafróf tónfræðinnar að prófskyldri námsgrein og þá bæði í efri bekkjum barnaskólanna og öllum æðri skólum landsins.