fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Elskaðir og hataðir útvarpsmenn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 1993 valdi Pressan lista yfir bestu og verstu útvarpsmennina. Leitað var til nokkurra valinkunnra Íslendinga til að gefa álit og kjósa. Sumir útvarpsmennirnir enduðu á báðum listum.

 

Elskaðir

Illugi Jökulsson – RÚV

„Hættir til að hafa einum of neikvæðar skoðanir en tekst þó oftast að koma þeim skemmtilega neyðarlega fyrir.“

Jón Múli Árnason – RÚV

„Uppáhaldsútvarpsröddin.“

 

Pétur Tyrfingsson – RÚV

„Þekking, kímni og þægileg rödd í bland við einlægt blústrúboð.“

 

Snorri Sturluson – RÚV

„Einn fárra plötusnúða á launaskrá útvarpsstöðvanna sem kunna bæði að snúa plötum og tala íslensku.“

Stefán Jón Hafstein – RÚV

„Sá í nútíma sem rímar við það sem Jón Múli gerði áður.“

 

Ævar Kjartansson – RÚV

„Mjög góður í að laða fram hjá fólki kjarnann í máli þess.“

Stjáni Stuð – Útrás

„Slær í gegn með taumlausri gleði yfir að vera í útvarpi.“

 

Besta par: Radíusbræður ásamt Jakobi Bjarnar

„Hafa vit á því að höfða ögn meira til vitsmuna fólks en aðrir sem standa að svipuðum þáttum.“

 

 

Hataðir

Tveir með öllu/Jón Axel og Gulli Helga – Bylgjan

„Sjálfumglaðir monthanar.“

 

Eiríkur Jónsson – Bylgjan

„Blæs allur út ef viðmælandinn er feiminn og veður yfir viðkomandi með offorsi.“

 

Valdís Gunnarsdóttir – FM 957

„Væmin og tilgerðarleg, svo úr hófi keyrir.“

Jónas Jónasson – RÚV

„Sumir menn eiga að þekkja sinn vitjunartíma.“

 

Bjarni Dagur Jónsson – Bylgjan

„Kemur út sem sífelld kók- og marsípanauglýsing.“

 

Kristján Þorvaldsson – RÚV

„Svo þvoglumæltur að hann færi líklega betur í textavarpi.“

 

Ingibjörg Gréta Gísladóttir – Bylgjan

„Talar jafnverstu íslensku sem heyrst hefur í útvarpi.“

   

 

Elskaðir og hataðir

Þorsteinn J. – RÚV

„Frumlegastur útvarpsmanna“ – „Óþolandi tilgerðarlegur“

Páll Óskar – Aðalstöðin

„Lætur allt flakka“ – „Virðist standa í þeirri trú að útvarp hafi verið fundið upp fyrir hans eigin persónu.“

Sigurður G. Tómasson – RÚV

„Mátulega ögrandi“ – „Einhver sá forpokaðasti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Í gær

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Í gær

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband