Framan af 20. öldinni var engin bílbeltaskylda á Íslandi, frekar en annars staðar í heiminum. Árið 1981 voru slík lög sett í fyrsta sinn á Íslandi en þá án viðurlaga og héldu margir landsmenn áfram að sitja beltislausir í bílum. Þegar byrjað var að sekta árið 1988 breyttist það.
Hinar Norðurlandaþjóðirnar settu bílbeltisskyldu á um miðjan áttunda áratuginn. Á þeim tíma hófst mikil umræða um bílbeltanotkun og sitt sýndist hverjum. Töldu sumir að bílbeltin heftu frelsi ökumannsins, yllu innilokunarkennd og vanlíðan. Þar að auki voru efasemdir uppi um að beltin björguðu mannslífum.
Vísir spurði vegfarendur hvort lögleiða ætti bílbeltanotkun, einn ágústdag árið 1975 og svörin eru mörg nútímafólki framandi.