fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Beinin í Faxaskjóli sennilega færð: Ekkert hár og engar neglur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. janúar 2019 21:00

Lögregluskýrsla Rissmynd af aðstæðum á fundarstað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél DV hefur undanfarið fjallað um beinafundinn við Faxaskjól árið 1975. Blaðið hefur nú undir höndum skjöl rannsóknarlögreglunnar og réttarmeinafræðinga sem gefa sterklega til kynna að beinin hafi ekki alltaf legið í byrginu sem þau fundust í. Einnig hvernig rannsóknin beindist að hvarfi Sveinbjarnar Jakobssonar frá árinu 1930.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í Helgarblaði DV.

Ekkert hár og engar neglur

Beinin fundust í Faxaskjóli fyrir tilviljun þann 7. júlí árið 1975 þegar krakkar úr hverfinu voru að grafa göng. Lögreglan kom á svæðið, gerði tveggja tíma frumrannsókn og safnaði beinum og munum. Í skýrslum lögreglunnar kemur fram að aftur var farið á vettvang þann 12. júlí til að leita að frekari vísbendingum. Með í för var Brian Desmont Holt, sem hafði starfað í lögreglunni á Keflavíkurvelli, og sonur hans Anton. Anton var sagnfræðinemi og hafði komið að fornleifauppgreftri áður. Hann kunni því að fara með jarðveg.

Að þessu sinni var grafið mun meira og moldin fínkembd. Engin föt fundust í þessum uppgreftri, en annað var merkilegra. Í skýrslunni segir:

„Hvergi var að finna neitt sem benti til þess að það væri hár af manni, eða neglur, en að áliti Antons hefði slíkt átt að finnast, ef beinagrindin væri af manni, sem legið hefði í jörðu „á sama stað“, í sem næst 20 ár.“

Einnig fundust engir fitublettir á steyptu gólfinu sem hefði mátt ætla að væru til staðar ef líkið hefði legið þar. DV ræddi við Anton um þennan gröft en hann man ekki allt í smáatriðum, enda nærri hálf öld liðin. Hann mundi þó eftir því að rætt hefði verið um að beinin hefðu hugsanlega verið færð til á þennan stað. Sérstaklega í ljósi þess að beinin voru tiltölulega dreifð og ekki aðeins þau sem börnin höfðu fundið. Benti það til þess að lík hefði ekki verið sett þarna niður til að rotna heldur bein sem áður hefðu legið annars staðar.

Fram að þessu hafði rannsókn lögreglunnar beinst að mannshvörfum frá fyrri hluta sjötta áratugarins. Eftir þennan gröft beindist rannsóknin hins vegar að eldra máli, hvarfi Sveinbjarnar Jakobssonar frá árinu 1930.

Dularfullur haugur

Áður hefur komið fram að gryfjan sem beinin fundust í hafi verið tóm eftir að bandaríski herinn fór þaðan og fram til ársins 1951. Þegar hverfið byggðist upp þarna um kring hafi gryfjan smám saman fyllst af garðaúrgangi. Í skjölum lögreglunnar kemur fram að tveir sem yfirheyrðir voru hafi sagt að haugur hefði komið þarna einn daginn, áður en að aðrir fóru að setja þar niður úrgang.

Adolf Bjarnason hafði búið í Faxaskjóli 12 frá árinu 1948 og þekkti vel til svæðisins. Í yfirheyrslu segir:

„Mættur kveðst vera viss um að gryfjan var algerlega tóm fram á árið 1951, að minnsta kosti. Mættur segir að einhvern tímann á árunum 1951 til 1955 hafi hann einu sinni veitt því eftirtekt að komin var moldarhrúga í einu horni gryfjunnar og telur mættur að það sé einmitt á þeim stað þar sem beinagrindin er núna. Þetta var það mikil mold að þar sem hrúgan var hæst nam hún við gryfjubarminn, sem mun vera 70–80 cm hár.“

Jón Árnason, læknir frá Vestmannaeyjum og sonur íbúa í Faxaskjóli 10, sagði sömu sögu.

„Einn daginn er hann kom að sá hann að moldarhrúga var komin í skurðinn á þeim stað er beinagrindin fannst og kvaðst hann muna það mjög vel að ekkert var rótað úr hrúgu þessari. Jón kvaðst viss um að hrúgan hefði komið þarna til á árunum 1952 til 1955.“

Báðir héldu þeir að borgarstarfsmenn væru þarna að fylla upp í gryfjuna en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru engar framkvæmdir á svæðinu fyrr en árið 1967. Á árunum 1951 til 1955 voru miklar framkvæmdir og rask hjá íbúum á Melunum, þar á meðal í landi Sauðagerðis. Hús voru rifin og reist, görðum og matjurtagörðum komið fyrir og braggar jafnaðir við jörðu. Hugsanlega hefur einhver þurft að færa líkamsleifarnar í því raski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir