fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Kúlunum rigndi inn í stjórnklefann

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. júní 2019 21:00

Þorsteinn Jónsson Kallaður Tony í breska flughernum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Elton Jónsson er hvað þekktastur fyrir að hafa barist með breska flughernum í seinni heimsstyrjöldinni. Hér á Íslandi var hann kallaður Steini flug en í Bretlandi Tony Jónsson. Hann átti enska móður og vildi gerast orrustuflugmaður en fékk þau svör hjá ræðismanninum hér að hann væri ekki gjaldgengur í flugherinn vegna þess að Íslendingar væru ekki aðilar að stríðinu. Átján ára fór hann hins vegar pappírslaus til Bretlands og foreldrar hans beittu sér fyrir því að hann fengi leyfi.

 

Í breska flughernum og Kongó

Tony var þjálfaður í Skotlandi og fyrstu verkefnin voru að varpa sprengjum yfir herstöðvar og birgðastöðvar Þjóðverja í Frakklandi og Niðurlöndum. Síðar var hann færður til Norður Afríku þar sem hann skaut niður sínar fyrstu vélar. Alls skaut hann átta vélar niður á pappírunum, en Tony sjálfur sagði síðar að þær hefðu verið fleiri.

Eftir stríðið gerðist hann formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og fyrsti formaður Flugbjörgunarsveitarinnar. Ævintýrin héldu áfram að kalla í hann og hann gerðist um tíma einkaflugmaður Patrice Lumumba, forsætisráðherra belgísku Kongó. Árið 1961 var Lumumba tekinn af lífi í stjórnarbyltingu.

 

Bíafra

Mesta ævintýrið á flugferli Þorsteins var hins vegar þegar hann flaug í Loftleiðafluginu til Bíafra. Árið 1967 braust út borgarastyrjöld í Nígeríu og Bíafrahérað lýsti yfir sjálfstæði. Stjórnarherinn setti héraðið í kví og íbúarnir sultu til bana. Þá sendu kirkjusambönd Vesturlanda neyðarvistir með flugi til héraðsins.

Flugið var gríðarlega hættulegt því að nígeríski stjórnarherinn skaut á vélarnar. Nokkrar þeirra fórust fyrir vikið. Þurftu flugmennirnir oft að fljúga á nóttunni og flugbrautirnar ekki lýstar upp fyrr en rétt fyrir lendingu. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Þorsteinn, tóku þátt í því.

 

Kúlum rigndi inn í stjórnklefann

Þorsteinn flaug 413 sinnum til Bíafra á tveimur árum, frá 1968 til 1970. Síðasta flug Þorsteins til Bíafra var sérlega háskaleg þar sem stjórnarherinn gerði árás. Þorsteinn og hans fólk átti að sækja 50 hjálparstarfsmenn sem orðið höfðu innlyksa í bænum Uli. Þegar komið var þangað voru þar hins vegar innfæddir í vanda, af báðum kynjum og öllum aldri.

Stjórnarherinn skaut að fólkinu sem var drifið inn í vélina. Síðan var rokið af stað. Tíu urðu fyrir byssukúlum og slösuðust. Þá eyðilögðust tveir af fjórum hreyflum vélarinnar í skothríðinni. Þegar búið var að loka vélinni beindist skothríðin að stjórnklefanum sjálfum þar sem flugmennirnir Þorsteinn og Einar Guðlaugsson sátu.

Ein kúlan kom inn rétt við höfuð Einars. Önnur á handfang sem splundraðist og Þorsteinn fékk flís í höndina. Nokkrar fleiri kúlur komu inn um stjórnklefann og oft mátti litlu muna að sögn Þorsteins. Hann lýsti þessu í ævisögu sinni sem hann skrifaði snemma á tíunda áratugnum.

Talið er að neyðaraðstoðin hafi bjargað einni milljón mannslífa og reynsla Þorsteins kom að góðum notum. Bæði við flugið sjálft og til að kenna yngri mönnum.

Eftir þetta ævintýri flutti Þorsteinn til Lúxemborgar og starfaði þar til ársins 1987. Alls flaug hann í 47 ár og skilaði 36 þúsund flugtímum. Þorsteinn lést árið 2001, áttræður að aldri.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“