fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Hatrammar nágrannaerjur: „Ég á nú ekkert von á því að menn fari að sækja að mér með eldi og vopnum“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. maí 2019 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannaerjur hefjast oft út af smávægilegum hlut, hlægilegum í stóra samhenginu. En vinda gjarnan upp á sig og ef ekki er gripið strax inn í geta þær farið úr böndunum. Getur slíkt ástand varað um margra ára skeið og upp geta komið atvik sem utanaðkomandi sjá sem algera sturlun, en þeir sem eru í orrahríðinni miðri upplifa sem eðlilegt framhald og stigmögnun. Margsinnis hafa slík mál endað fyrir dómstólum og stundum hefur ofbeldi fylgt.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

Eggert Haukdal borinn út

Um þúsund árum síðar var Bergþórshvoll aftur orðið að ófriðarsvæði. Bjó þá Eggert Haukdal, bóndi og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, á jörðinni.

Í október árið 1990 greindi DV frá því að sveitungar í Landeyjum hefðu fengið nafnlaust dreifibréf sem sagt var vera frá Eggerti. „Svo sem kunnugt er barði og hrakti séra Páll barn Guðrúnar fyrir nokkrum árum grátandi frá sínum bæ og fyrirskipaði því að koma þangað aldrei framar,“ var meðal þess sem stóð í bréfinu sem skapaði mikla úlfúð í sveitinni.

Í bréfinu var hreppstjórinn, Eiríkur Ágústsson, sakaður um að hafa brotist inn í Njálsbúð og sagt að hann hefði skuldað í mötuneytisreikning grunnskólans. Hafnaði Eiríkur því alfarið. Aðrir hreppsnefndarmenn og fleiri sveitungar fengu einnig að finna fyrir því í bréfinu, sem var 21 blaðsíða að lengd. Einn af þeim, Haraldur Júlíusson, síðar hreppstjóri, átti eftir að kæra Eggert sjö árum síðar fyrir afglöp við stjórn hreppsins. Gengu kærurnar svo á víxl eins og húskarlavígin forðum. „Ég á nú ekkert von á því að menn fari að sækja að mér með eldi og vopnum,“ sagði Eggert í samtali við DV.

Páll þessi, sem nefndur var í bréfinu, var séra Páll Pálsson, sóknarprestur á Bergþórshvoli, og var stirt á milli þeirra Eggerts. Árið 1984 kom til átaka á sóknarnefndarfundi eftir messu þegar Eggert kom til að kjósa. Séra Páll hafði stytt messuna til að reyna að snúa á Eggert en hinn síðarnefndi sá við honum og fékk sinn mann kosinn í nefndina. Voru deilurnar í sókninni svo harðvítugar að fimm stuðningskonur séra Páls sögðu sig úr kvenfélaginu í Landeyjum því þær gátu ekki hugsað sér að starfa með stuðningskonum Eggerts. Prestur kærði eitt sóknarbarna sinna til ríkissaksóknara fyrir að hafa ætla að keyra á sig. Það sóknarbarn las upp kæruna í Akureyrarkirkju.

Lengi var ófriðlegt í kringum Eggert, sem lést árið 2016. Árið 2006 seldi hann bróðurdóttur sinni og manni hennar jörðina gegn því að hann fengi að búa þar þar til yfir lyki. Sú sambúð gekk hins vegar erfiðlega og kvörtuðu kaupendurnir yfir stöðugu áreiti Eggerts. Fór svo að Eggert var borinn út með dómsúrskurði og komið fyrir í séríbúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss