fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Hatrammar nágrannaerjur: „Ég fer í sturtu í vinnunni“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. maí 2019 22:00

Píanó Baldvin Atlason lenti í hávaðakeppni við Kristján nágranna sinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannaerjur hefjast oft út af smávægilegum hlut, hlægilegum í stóra samhenginu. En vinda gjarnan upp á sig og ef ekki er gripið strax inn í geta þær farið úr böndunum. Getur slíkt ástand varað um margra ára skeið og upp geta komið atvik sem utanaðkomandi sjá sem algera sturlun, en þeir sem eru í orrahríðinni miðri upplifa sem eðlilegt framhald og stigmögnun. Margsinnis hafa slík mál endað fyrir dómstólum og stundum hefur ofbeldi fylgt.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

Kærður fyrir píanóleik

Í þéttbýlinu eru nágrannerjur oft af öðrum ástæðum en í sveitum. Snúast þær oft um minni hluti en milljóna króna hlunnindi, en geta verið jafn harðar engu að síður. Á tíunda áratug 20. aldarinnar og fram á næstu öld stóð yfir styr á milli íbúa í Smáíbúðahverfinu. Vegna nokkurra trjáa.

Deilan var á milli Kristjáns Guðmundssonar skipstjóra, og Baldvins Atlasonar, húsvarðar í Þjóðarbókhlöðunni, sem bjuggu í Rauðagerði 39. Árið 1994 keypti Baldvin íbúð sína af Kristjáni og fyrst um sinn gekk sambúðin vel.

En allt fór í háaloft þegar Baldvin sagaði niður nokkur tré í garðinum. Kristján kærði Baldvin en tapaði því máli, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti.

„Ég fer í sturtu í vinnunni,“ sagði Baldvin við Fréttablaðið sem greindi frá málinu í febrúar árið 2003. Kristján hafði þá skrúfað fyrir hitann þannig að ofnarnir voru kaldir og ekki kom heitur dropi úr sturtunni. Kristján sagði að Baldvin greiddi ekki hitareikningana en Baldvin sagðist hafa reynt það með aðstoð lögreglu en Kristján ekki viljað taka við greiðslu.

Kristján kærði Baldvin einnig fyrir að spila á píanó í tíma og ótíma en það fór á sömu leið og hin kæran í héraði.

„Að sjálfsögðu má ég leika á píanó heima hjá mér. Það er bara verst að þegar ég reyni að leika þá byrjar Kristján að spila á hljómflutningstæki í kapp við mig,“ sagði Baldvin.

Hænur
Pólsku hjónin Marzena og Wieslaw urðu ekki vinsæl í húsinu.

Hænur í fjölbýlishúsi

Dýr valda oft nágrannaerjum. Í sveitum búfénaður og fjárhundar en í þéttbýli eru kettir algengir sökudólgar. Sjaldgæfara er að húsdýr valdi usla í þéttbýli en það gerðist síðasta haust á Ísafirði.

DV greindi frá því í september að íbúar í fjölbýlishúsinu við Sólgötu 8 væru orðnir langþreyttir á hænsnarækt nágranna sinna á efri hæð hússins. Þar voru hjónin Marzena og Wieslaw Nesteruk, frá Póllandi, með tíu hænur í haganlega uppsettu rými.

Gaggið í hænunum og lyktin var mikil að sögn nágrannanna, en þrjár íbúðir eru í húsinu. En að sögn héraðsdýralæknis þurfti ekki sérstakt leyfi fyrir færri en 250 fugla.

„Það er með ólíkindum að þetta sé leyfilegt. Hænur eiga ekki heima í fjölbýlishúsum,“ sagði einn nágranni við DV. Fólk í nærliggjandi húsum varð einnig fyrir ónæði vegna fuglanna. Haft var samband við Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun en engin úttekt gerð á húsinu. Elísabet Fjóludóttir héraðsdýralæknir rannsakaði hins vegar íbúðina og sagði aðbúnað dýranna til fyrirmyndar.

„Sá sem heldur fuglana kann greinilega sitt fag,“ sagði hún.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“