fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Hatrammar nágrannaerjur: „Hann reyndi að drepa mig“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 25. maí 2019 10:11

Mar á handlegg Hreggviður sagði nágranna sinn hafa reynt að drepa sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í augum flestra er heimilið athvarf. Staður þar sem fjölskyldan á að geta verið í næði og verið áhyggjulaus. Góðir grannar eru lífsgæði, ekkert síðri en hreint vatn eða góð ljósleiðaratenging. Ef eitthvað fer úrskeiðis í samskiptum við nágrannana hefur það mikil áhrif á alla fjölskylduna og heimilið verður ekki sá sami griðastaður og áður.

Nágrannaerjur hefjast oft út af smávægilegum hlut, hlægilegum í stóra samhenginu. En vinda gjarnan upp á sig og ef ekki er gripið strax inn í geta þær farið úr böndunum. Getur slíkt ástand varað um margra ára skeið og upp geta komið atvik sem utanaðkomandi sjá sem algera sturlun, en þeir sem eru í orrahríðinni miðri upplifa sem eðlilegt framhald og stigmögnun. Margsinnis hafa slík mál endað fyrir dómstólum og stundum hefur ofbeldi fylgt.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

 

Hreggviður Hermannsson
Íbúi í Langholti í Árnessýslu.

Keyrt á Hreggvið

Suðurlandið er gósenland nágrannaerja og þá sérstaklega sveitirnar. Ein harðvítugasta deilan hefur nú geisað í Langholti í Árnessýslu í áratug. DV hefur ítarlega gert grein fyrir deilunni á milli Hreggviðs Hermannssonar í Langholti 1b og nágranna hans, Ragnars Vals Björgvinssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, í Langholti 2.

„Hann reyndi að drepa mig,“ sagði Hreggviður í samtali við DV í janúar árið 2018 um meinta árás frá 21. desember árið áður. Höfðu báðir aðilar þá kært hvor annan til lögreglu. Ragnar og Fríður vildu þó ekki ræða við fjölmiðla.

Hreggviður sagði að þennan dag hefði hann séð hjónin í Langholti 2 rífa niður vírgirðingu sem aðskildi landareignirnar. Hann hafi þá ætlað að stöðva þetta. Hreggviður sagði:

„Ég var á eftir henni og var að reyna að stíga á vírspottann. Ragnar reyndi þá að keyra í veg fyrir mig en ég komst fram fyrir hann. Hann (Ragnar) reyndi að keyra mig niður en ég stökk þá upp á húddið til að bjarga mér. Ég reyndi að halda mér þar með annarri hendi en á meðan keyrði Ragnar hring á lóðinni og meðal annars í gegnum limgerði.“

Myndband og lögregluskýrsla virtist staðfesta þetta og var Ragnar ákærður um áramótin 2018/2019.

Sagðist Hreggviður hafa misst takið og fallið til jarðar og sakaði hann Ragnar um að hafa keyrt yfir fætur sína. Eftir það hafi Hreggviður staulast heim og loks liðið yfir hann við matarborðið.

Eins og svo oft í nágrannaerjum í sveitum landsins snerist deilan um hlunnindi og landamerki. Árið 2005 var uppi mál á milli bæjanna vegna veiðiréttinda í Hvítá. Vildi Hreggviður meina að Ragnar og Fríður væru að seilast inn á hans land. Hafa ótal kærur borist og lögreglan ítrekað þurft að skerast í leikinn. Í sama mánuði og frétt DV birtist greindi blaðið frá því að Hreggviður hefði hlotið 30 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að stela girðingarstaurum og sófasetti, og einnig fyrir að hafa snúið upp á hönd Fríðar. Taldi hann lögreglu hafa misbeitt valdi sínu og nefndi að dóttir Fríðar væri yfirmaður hjá lögregluembættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu