fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Óhugnaður í Brúnshúsi – „Samt hlýtur þetta að vera draugur eða vofa“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. maí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fjallaði tímavél DV um Sigvardt Bruun, fangavörð í tukthúsinu við Arnarhól undir lok 18. aldar. Óþokka sem margar þjóðsögur spunnust um, þar á meðal undarlegan dauðdaga hans eftir spark frá hesti. Ekkja hans, Christine, keypti beykihús við Tjarnargötu 4 sem var nefnt Brúnshús en það var rifið í kringum árið 1830. Brúnshús var vettvangur eins þekktasta reimleikamáls í sögu Reykjavíkur, hið svokallaða draugsmál Sigurðar Breiðfjörð.

 

Þetta er er brot úr umfjöllun Tímavélar DV í helgarblaðinu.

 

Sigurður Breiðfjörð
Kraftaskáld og íbúi í Brúnshúsi.

Skáldið, böðullinn og rolumennið

Í janúar síðastliðnum var stuttlega minnst á Sigurð Breiðfjörð skáld í tímavél DV. Hann var fæddur árið 1798 í Breiðafirði og starfaði víða um land sem beykir, en einnig á Grænlandi. Sigurður var mikið skáld en óreglumaður, sem lifði í stöðugri fátækt og hélt illa á kvennamálum sínum. Árið 1826 flutti hann til Vestmannaeyja og giftist konu að nafni Sigríður Nikulásdóttir. Hana skildi hann eftir í Eyjum og giftist annarri konu, Kristínu Illugadóttur á Snæfellsnesi. Var hann dæmdur til 20 vandarhögga og hárrar fjársektar fyrir tvíkvænið. Síðustu árin bjó hann í Reykjavík, var hann heilsuveill og sat inni fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal ávísanafölsun. Sigurður dó innan við fimmtugt úr mislingum.

Sú saga sem nú verður sögð, gerðist áður en hin miklu persónulegu vandamál Sigurðar hófust, eða árið 1823. Brúnsbær var kannski ekki reisulegt hús á nútímamælikvarða en það þótti myndarlegra en mörg önnur í miðbæ Reykjavíkur á þessum árum. Það var reist sem hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar fógeta, á árunum 1752 til 1760. Jörundur hundadagakonungur hafði búið þar stuttlega og kaupmaðurinn Jakob Robb, og svo auðvitað ekkjan Christine Bruun sem húsið var nefnt eftir.

Sigurður Breiðfjörð var einn sex ungra manna sem bjuggu í Brúnsbæ þegar reimleikarnir hófust en auk þess bjó þar fjögurra manna fjölskylda. Flestir sem bjuggu þarna voru smiðir en einnig var þar böðull að nafni Guðmundur Hannesson sem kallaður var Fjósarauður. Þeir sem einnig koma við sögu hér af íbúum Brúnshúss eru Hannes Erlendsson skóari og Pétur Pétursson beykir sem var lýst sem „rolumenni“ og hálfgerðum einfeldningi. Allir voru mennirnir á þrítugsaldri og þótti sopinn ekki vondur. Málinu voru gerð skil í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 og aftur í Tímanum árið 1990.

 

Barið á glugga og hurð

Miðnætti, þann 4. desember árið 1823. Allir íbúar Brúnshúss voru farnir upp í rúm nema Sigurður Breiðfjörð, Hannes og Guðmundur böðull sem sátu í eldhúsinu. Pétur var þó enn vakandi í bæli sínu en hann og Hannes sváfu saman í herbergi.

Allt í einu heyrði Pétur að einhver var að eiga við gluggann. Þá kom Hannes inn og spurði Pétur þá hvort hann hefði verið að bisa eitthvað við gluggann. Hannes neitaði því og spurði Sigurð sem neitaði einnig. Þegar Hannes ætlaði að fara að sofa heyrðist aftur þrusk í glugganum, og kröftugra en áður. Pétur slökkti ljósið og rauk að glugganum en sá ekkert nema svartnættið.

Þá heyrðist ýlfur fyrir utan svefnherbergishurðina og líkt og krafsað væri í hurðina sjálfa. Þá heyrðist mikill skellur líkt og lamið hefði verið kröftuglega í hana. Pétur varð nú mjög hræddur og Hannes fór til að athuga, en hann sá ekkert nema myrkrið á ganginum. „Samt hlýtur þetta að vera draugur eða vofa,“ sagði hann við Pétur og þá kom annað bylmingshögg á hurðina.

Tjarnargata 4
Þar sem Brúnshús stóð til 1830.

Byssan sótt

Nú var Pétur orðinn svo hræddur að hann stökk upp úr rúminu og náði í byssu. Hún var óhlaðin og Pétur gekk að skattholi einu til að sækja púður. Á meðan hann gerði það kallaði hann til draugsins og hótaði að skjóta hann. Höfðu hótanirnar ekkert að segja því að þriðja höggið dundi á hurðinni. Pétur varð þá svo hræddur að hann stökk upp í rúmið, hnipraði sig saman og grét.

Draugurinn æstist nú enn frekar. Heyrðu bæði Pétur og Hannes hljóð sem líktist helst hvalablæstri. Þá komu glæringar út um skráargatið á svefnherbergishurðinni. Var Pétur nú orðinn sannfærður um að hér væri á ferðinni sending sem væri komin til að vinna þeim mein. Þegar glæringunum linnti bað hann Hannes að sækja Sigurð til að kveða niður þennan anda því hann væri kraftaskáld.

Hannes fór og sótti Sigurð og voru þeir alllanga stund frammi. Þegar þeir komu til baka sögðust þeir hafa mætt hræðilegu skrímsli en náð að reka það burt. Ræddu þeir þrír nú saman um hvað skeð hefði og sögðu tvímenningarnir Pétri að hann mætti alls ekki skjóta drauginn, það gerði aðeins illt verra og myndi efla styrk hans. Heldur mætti Pétur ekki ráðast á drauginn og berja hann. Trúði Pétur þessu öllu saman og var svo smeykur að hann gat ekki sofið þá um nóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ógeðslegt atvik náðist á myndband – Hrækti á dómarann sem tók ekki eftir því en VAR tæknin kom til bjargar

Ógeðslegt atvik náðist á myndband – Hrækti á dómarann sem tók ekki eftir því en VAR tæknin kom til bjargar
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Rúmt ár af helvíti en er byrjaður að æfa á ný

Rúmt ár af helvíti en er byrjaður að æfa á ný
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Tilkynnti um eigið andlát á samfélagsmiðlum – „Lífi mínu er nú lokið“

Tilkynnti um eigið andlát á samfélagsmiðlum – „Lífi mínu er nú lokið“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Olivia Rodrigo segir að þetta sé rautt flagg hjá körlum: „Ef þeir segja já, þá deita ég þá ekki“

Olivia Rodrigo segir að þetta sé rautt flagg hjá körlum: „Ef þeir segja já, þá deita ég þá ekki“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið – Mason Greenwood hetjan og bjargaði sigri með fallegu marki

Sjáðu markið – Mason Greenwood hetjan og bjargaði sigri með fallegu marki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir mjög áhugaverða helgi – Vinna deildina með 83 stig

Ofurtölvan stokkar spilin eftir mjög áhugaverða helgi – Vinna deildina með 83 stig