fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Súkkulaðisvindlarinn plataði samstarfsfólk sitt: „Þetta er eitthvað sjúklegt sem ég ræð ekki við“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. apríl 2019 09:00

Súkkulaðisvindlarinn Fékk samstarfsfólk til að safna stórfé.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2000 greindi DV frá lygilegu máli sem upp kom hjá sælgætisgerðinni Nóa-Siríus. Hafði starfsmaður þar logið til um fráföll innan fjölskyldu sinnar og uppskorið mikla samúð samstarfsfólks og yfirmanna. Söfnun var hrint af stað fyrir manninn sem seinna fékk viðurnefnið „súkkulaðisvindlarinn.“

Lygilegar hörmungar

Súkkulaðisvindlarinn starfaði hjá Nóa-Siríus við gerð hins þekkta súkkulaðikex Malta. Hann var fimmtugur að aldri þegar málið kom upp í janúar árið 2000. Að sögn samstarfsfólksins var hann „óaðfinnanlegur starfsmaður; mætti vel, var duglegur og hvers manns hugljúfi.“

Maðurinn hafði fengið lömunarveiki á barnsaldri þegar hann bjó á Akureyri og örlaði því eilítið á spastískum einkennum í fari hans.

Upphaf málsins má rekja til þess dags þegar súkkulaðisvindlarinn mætti hálfgrátandi til starfa í sælgætisverksmiðjuna. Þegar verksmiðjustjórinn kom til hans sagði hann að dóttir sín hefði slasast alvarlega í bílslysi og lægi milli heims og helju á spítala. Hún var þá búsett í Stokkhólmi. Bar hann sig mjög illa og fór það ekki fram hjá öðru starfsfólki sem sýndi honum samúð og stuðning.

Viku síðar kom súkkulaðisvindlarinn aftur grátandi til vinnu og tilkynnti samstarfsfólki sínu að móðir hans hefði fallið sviplega frá. Harminum var alls ekki lokið. Tveimur dögum eftir „andlát móðurinnar“ átti dóttirin að hafa látist á skurðarborði í Svíþjóð eftir bílslysið. Átti hún að liggja þar háls- og hryggbrotin og með ónýt nýru.

Í grein DV þann 11. janúar segir:

„Mitt í öllum grátnum yfir volgum Malta-bitunum í verksmiðjusal Nóa-Siríus gat maðurinn þó stunið því upp að hann saknaði mjög seinni eiginkonu sinnar sem lést úr krabbameini eftir aðeins 8 mánaða hjónaband. Hafði hann á orði að nú hefði verið gott að hafa hana sér við hlið.“

Engin jarðarför

Nú fannst starfsfólkinu nóg um. Kleenex og klapp á bakið dygði ekki lengur. Því var söfnun komið á fót innan fyrirtækisins fyrir manninn. Skrifaði Örn Ottesen fjármálastjóri þá ávísun upp á 200 þúsund krónur til að maðurinn kæmist til Svíþjóðar.

Starfsfólkið skaut saman 96 þúsund krónum fyrir súkkulaðisvindlarann og stjórnendur fyrirtækisins lofuðu að jafna það krónu fyrir krónu. Auk þess gáfu foreldrar starfsfólksins í söfnunina. Var takmarkið að safna alls 500 þúsund krónum. En þá komst upp um svindlarann.

Það runnu tvær grímur á Örn þegar svindlarinn sagði honum að móðir hans hefði verið jörðuð í skyndingu. Honum þótti flýtirinn óeðlilegur og bað því verksmiðjustjórann að hringja í Fossvogskapellu til að spyrjast fyrir um útförina. Þar var engin jarðarför í gangi og enginn kannaðist við að þar ætti að jarða umrædda konu.

„Það er að sjálfsögðu háalvarlegt mál þegar fólk tekur upp á því að leika sér á þennan hátt með tilfinningar annarra,“ sagði Örn við DV á sínum tíma. „Maðurinn átti samúð allra hér enda er ég á því að hann ætti að fá verðlaun fyrir leiklist, þvílík var frammistaða hans.“

Súkkulaðisvindlarinn viðurkenndi brot sín þegar DV hafði samband við hann.

„Ég verð að leita mér hjálpar. Þetta er eitthvað sjúklegt sem ég ræð ekki við. Mig vantaði peninga og því spann ég söguna upp.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Aftur sektaðir af KSÍ
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin