fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024

Vondar vorrúllur á boðstólum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. mars 2019 17:30

Matgæðingar DV Slæmur dagur fyrir bragðlaukana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 1993 tók DV af skarið og útkljáði hvaða vorrúllur væru bestar á markaðinum. Vorrúllur voru geysivinsælar á þessum tíma, skyndimatur sem hentaði vel þeim sem unnu mikið. Voru vorrúllur mikið auglýstar og flestir þekktu vitaskuld Daloon vorrúllurnar. En hvernig komu þær út í samanburði við aðrar tegundir á markaði?

Matgæðingar DV voru Úlfar Eysteinsson, Dröfn Farestveit og Sigmar B. Hauksson. Þau voru margreynd og með bragðskerpuna upp á tíu. Mátu þau þær fjórar tegundir frystra vorrúlla sem á markaði voru; Daloon, Tortelle, Hverdag og Oriental Express. Samkvæmt pakkningum voru þó mismunandi aðferðir notaðir við hitun. Daloon og Tortelle skyldu hitaðar í ofni en hinar á pönnu. Kvarðinn var sá sami og gjarnan var notaður hjá DV, einkunn frá einum upp í fimm.

Heilt yfir ólystugar og með slæmri áferð

Athygli vakti að enginn matgæðingur gaf fimm stjörnur og munurinn á rúllunum heilt yfir var lítill. Fór svo að Tortelle sigraði með tíu stig, Hverdag hlaut níu en Oriental Express og Daloon rak lestina með átta.

Tortelle rúllurnar voru að mati Úlfars „matarmiklar og bragðgóðar“ en áferðin of lin. Dröfn var á öndverðum meiði og fannst kakan seig. Urðu það að teljast vonbrigði og áfellisdómur að þetta væru virkilega bestu vorrúllurnar sem Íslendingum bauðst.

Hverdag náði silfri en fékk ekki beint skjallandi umsagnir. „Lítið spennandi,“ sagði Dröfn og „frekar lin og bragðlítil,“ sagði Úlfar. Það var hins vegar Sigmar sem hífði Hverdag upp í einkunn.

Allir þekktu Daloon rúllurnar og gátu sungið lagið úr auglýsingunni. Engu að síður fengu þær brotlendingu hjá matgæðingum. Dröfn gaf þeim að vera „fallegastar í útliti“ en laukurinn yfirgnæfði allt. Sigmar sagði „bragðið vont og kryddið undarlegt.“ Úlfar var sá eini sem kunni að meta Oriental Express rúllurnar. Dröfn sagði þær „vondar og ólystugar“.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Orðið á götunni: Flokkur liðinna tíma brýst um

Orðið á götunni: Flokkur liðinna tíma brýst um
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Amorim faðmaði alla þá leikmenn sem hann hitti í gær – Sjáðu myndirnar

Amorim faðmaði alla þá leikmenn sem hann hitti í gær – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hélt framhjá manninum sínum með góðum vini hans – Byrjaði svo með frægum manni sem var að sparka henni

Hélt framhjá manninum sínum með góðum vini hans – Byrjaði svo með frægum manni sem var að sparka henni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grófu upp myndband af Coote að dæma hjá Liverpool – Lykilmaður og Klopp létu hann heyra það

Grófu upp myndband af Coote að dæma hjá Liverpool – Lykilmaður og Klopp létu hann heyra það