fbpx
Sunnudagur 29.september 2024

Eina brjóstamynd íslenskrar póstkortasögu?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska konan eða réttara sagt birtingarmynd hennar á póstkortum og svokölluðum sígarettumyndum er á meðal ótal sýningarefna á veglegri hátíðarsýningu Myntsafnarafélags Íslands helgina 22.-24. mars næstkomandi, í tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins. Frá upphafi íslenskrar póstkortasögu hafa konur leikið þar hlutverk, ekki síst klæddar í skautbúning, faldbúning eða upphlut fyrstu áratugina, en síðar meir sem norrænar þokkagyðjur í leik og starfi, til dæmis sem fegurðardrottningar og flugfreyjur.

 

Nakið brjóst Einsdæmi á íslenskum póstkortum.

Klám síns tíma

Óvenjuleg undantekning frá þessum kappklæddu konum eru póstkort sem danskennarinn Rigmor Hanson lét sjálf útbúa á 4. áratug liðinnar aldar, en þar sést hún léttklædd í hinum ýmsu dansstellingum, og kannski það sem óvenjulegast þykir er að á einu kortinu sést nakið annað brjóst hennar. Nekt á íslenskum póstkortum fyrirfinnst varla að öðru leyti og má geta sér til um að myndin hafi ögrað velsæmiskennd einhverra þeirra sem hana sáu á þessum tíma.

Frumkvöðlar í listrænni ljósmyndun á 19. öld tóku margir hverjir nektarmyndir og var þá fyrirsætunum ósjaldan stillt upp með sígild málverk að fyrirmyndum sem höfðu skírskotanir til fornalda eða goðsögulegs heims. Fyrirsæturnar voru þá í hlutverki gyðja eða valkyrja eða álfadísa, svo eitthvað sé nefnt. Þessar myndir þóttu hafa erótískt yfirbragð á siðprúðum Viktoríutímanum og gengu í blóra við þjóðfélagsleg gildi á því skeiði, og fyrir vikið var pukrast með þær og þeim aðeins dreift í þröngum og lokuðum hópum.

Við lok 19. aldar og upphaf 20. aldar hófst síðan talsverð framleiðsla á póstkortum með nöktum eða hálfnöktum fyrirsætum í Frakklandi og á Englandi, og kölluðust þau yfirleitt „frönsk póstkort” í enskumælandi heimi, og má ef til vill kalla klám þess tíma. Þessi kort voru ekki ætluð til almennra póstsendinga. Í fámennu samfélagi á borð við Ísland, þar sem allir þekktu alla, voru vitaskuld engar forsendur fyrir því að fólk sæti fyrir nakið hjá ljósmyndurum, hvað þá í erótísku samhengi.

Rigmor Hanson Lærði dans í Evrópu.

Frumkvöðlar í dansi

Rigmor Hanson átti merkilegan feril. Hún fæddist árið 1913, dóttir Hannesar Snæbjarnarsonar Hansson frá Helgafellssveit, og Gerdu S.P. Hanson, danskrar konu. Systur Rigmorar voru Ruth og Ása og má geta þess að Ruth varð fyrst íslenskra kvenna til að synda Engeyjarsund, árið 1927. Rigmor byrjaði að æfa listdans aðeins fjögurra ára gömul og sýndi listir sínar fyrst tólf ára. Hún sigldi reglulega utan og bætti við þekkingu sína í dansmennt í hinum ýmsu löndum Evrópu, þekkingu sem hún flutti síðan til Íslands og miðlaði í danskennslu sinni. Mjög lofsamleg umfjöllun um Rigmor í Alþýðublaðinu árið 1929 endaði með orðunum: „Ungfrú Rigmor kann að dansa eins og á að dansa. Dans hennar er list.“

Ruth kenndi dans árum saman í Reykjavík og naut hjálpar Rigmor við kennsluna, en þegar Ruth gifti sig til Englands tók Rigmor við keflinu og rak dansskóla um áratugaskeið, auk þess að kenna látbragðsleik fyrstu árin. Ásamt örfáum öðrum frumkvöðlum sköpuðu þær systur nýtt viðhorf hjá Íslendingum til danslistarinnar. Mikil aðsókn var um langt skeið að skóla Rigmorar og einnig hélt hún lengi vel fjölsóttar danssýningar með nemendum sínum. Árið 1932 sá hún um fyrstu sjálfstæðu ballettsýninguna hér á landi á vegum Leikfélags Reykjavíkur.

Rigmor giftist Sigurjóni Jónssyni vélstjóra og járnsmíðameistara árið 1932 og átti með honum eina dóttur, en þau slitu samvistum eftir ríflega tuttugu ára hjónaband. Rigmor rak dansskóla, bæði listdansskóla og samkvæmisdansskóla, til margra áratuga. Hún bjó síðan um tíma í Danmörku og kenndi þá tungumál í kvöldskóla á veturna en var fararstjóri á sumrin, lengst af við Miðjarðarhafslöndin. Árið 1974 kom hún heim og kenndi þá aðallega tungumál hjá Málaskólanum Mími, Námsflokkum Reykjavíkur og Námsflokkum Hafnarfjarðar. Hún lést árið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deildin: Benoný með fernu gegn Fram – Vestri vann HK

Besta deildin: Benoný með fernu gegn Fram – Vestri vann HK
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tedrykkja getur lengt lífið

Tedrykkja getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Viðurkennir fúslega að hann hafi viljað losna við leikmanninn í sumar – ,,Því miður gerðist það ekki“

Viðurkennir fúslega að hann hafi viljað losna við leikmanninn í sumar – ,,Því miður gerðist það ekki“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurbjörg og Árni bera hvort annað þungum sökum: „Uppákoma þín hefur meitt æru mína og föður míns heitins“

Sigurbjörg og Árni bera hvort annað þungum sökum: „Uppákoma þín hefur meitt æru mína og föður míns heitins“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Undrabarnið vinsæla loksins að krota undir hjá Manchester United

Undrabarnið vinsæla loksins að krota undir hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvað þýða fréttirnar af Aroni fyrir landsliðið? – „Ég er ekkert allt of viss“

Hvað þýða fréttirnar af Aroni fyrir landsliðið? – „Ég er ekkert allt of viss“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Fegurðarbransinn á Íslandi ekki hættulaus – Þarf að láta leysa upp fylliefni sem var sprautað undir augu hennar án samþykkis

Fegurðarbransinn á Íslandi ekki hættulaus – Þarf að láta leysa upp fylliefni sem var sprautað undir augu hennar án samþykkis