fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Jólakaka Kjarvals

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. febrúar 2019 18:30

Tekið upp úr kössunum DV 14. maí 1985.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti listmálari Íslandssögunnar, lést árið 1972. Skömmu fyrir andlátið pakkaði hann stórum hluta eigna sinna niður í kassa og ánafnaði Reykjavíkurborg. Kassarnir voru 153 talsins og voru lengi geymdir í kjallara Korpúlfsstaða. Vorið 1985 voru þeir opnaðir og innvolsið rannsakað af listfræðingum. Tilefnið var mikil sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum haustið eftir.

„Ástæðan fyrir því að kassarnir hafa ekki verið opnaðir fyrr en nú er sú að við höfum hreinlega ekki vitað hvar og hvernig við ættum að koma þessu fyrir,“ sagði Ólafur Jónsson, listfræðingur á Kjarvalsstöðum. Áttu hlutirnir að verða notaðir til að gefa fólki innsýn í lífshlaup meistarans á aldarafmælinu.

Upp úr kössunum komu ýmsar skissur og uppdrættir, sem voru grunnurinn að sumum af málverkum Kjarvals. Sumt rissað á sígarettupakkningar eða servíettur og annað frá barnæsku. Einnig fundust litaspjöld, málningartúpur og penslar. Eitthvað fannst af beinum, bæði leggir og kjammar sem og steinar, skeljar, ígulker og margt fleira úr náttúrunni. Einnig lampar, skór, hattar, tóbaksklútar, skeifur, styttur, öskjur, bækur og sjúkrakassi svo eitthvað sé tiltekið.

Kjarval var þekktur fyrir að fleygja ekki nokkrum hlut. En vitað var að þegar hann var að pakka ofan í kassana á níræðisaldri þurfti að henda einhverju af mat og fatnaði. Sumt sem var í kössunum hafði verið óhreyft í áratugi. Eitthvað af mat slapp í gegn, til að mynda jólakaka, sem var orðin nánast steinrunnin, og saltfiskur.

Í kössunum fannst til að mynda töluvert af miðum af ýmsum toga. Bíómiðum, rútumiðum, þvottahúskvittunum og reikningum. Inni á milli fannst tjaldbúðamiði frá Alþingishátíðinni árið 1930. Einnig ógrynni af sendibréfum. Voru þetta einstakar heimildir um daglegt líf hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás