fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Ólafur Skúlason vildi stöðva barnatímann

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 09:03

Ólafur Skúlason Ósáttur við barnatímann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1986 var einokun Ríkisútvarpsins á ljósvakamiðlum afnumin. Þann 9. október þetta ár hóf Stöð 2 útsendingar og breyttust þá margar venjur sem ríkt höfðu lengi á Íslandi. Til dæmis var sjónvarpað á fimmtudögum og barnaefni var sýnt á sunnudagsmorgnum. Kirkjunnar menn voru ósáttir við síðarnefndu breytinguna og mótmæltu harðlega.

Samkeppni guðsorðs og skrípamynda

Í mars mánuði árið 1987 hringdi Ólafur Skúlason dómprófastur í Stöð 2 og kvartaði yfir sýningunum. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að verulega hefði dregið úr kirkjusókn barna eftir að þær hófust.

„Ég lagði á það áherslu að þeir væru ekki með þessar útsendingar á þeim tíma sem við erum sérstaklega að höfða til barnanna“ og enn fremur „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og ég vona að Stöð 2 átti sig á því að það er ekki æskilegt að hefja samkeppni um sálir barnanna, annars vegar með guðsorði og hins vegar með skrípamyndum,“ sagði Ólafur.

Jón Óttar Ragnarsson stöðvarstjóri sagði að Stöð 2 vildi halda góðum samskiptum við Þjóðkirkjuna en gæti ekki tekið efnið af dagskrá. Bauð hann Ólafi þess í stað að kirkjan gæti fengið hálftíma pláss klukkan 11.30 fyrir kristilegt barnaefni. Hafnaði Ólafur því algerlega.

„Við fögnum því náttúrulega, að þeir vilja sjónvarpa kirkjulegu og trúarlegu efni, en við viljum alls ekki að þær útsendingar verði á sama tíma og barnastarfið fer fram hjá okkur í kirkjunum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Í gær

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Í gær

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband