fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Metnaðarfull geimferðaáætlun Kínverja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 18:30

Kínverjar Nýtt stórveldi í geimferðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ávallt hvílt ákveðin dulúð yfir bakhlið tunglsins en ekki eru nema um 60 ár síðan menn sáu bakhliðina í fyrsta sinn, en 1969 sendi sovéska geimfarið Luna-3 fyrstu myndirnar af bakhliðinni til jarðarinnar. Níu ár liðu síðan áður en menn sáu bakhliðina með eigin augum en það var þegar Apollo 8, geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, var á braut um tunglið. Kínverjar brutu blað í geimferðasögunni nýlega þegar kínverska geimfarið Chang’e-4 lenti á bakhlið tunglsins sem er stundum nefnd hin dimma hlið tunglsins. Hún er þó allt annað en dimm því sólin skín á þá hlið eins og hina.

Lendingin sýnir vel miklar tæknilegar framfarir Kínverja sem hafa náð að teygja sig inn í geimferðaáætlun þeirra. Þessi lending markar að öllum líkindum nýja tíma í geimferðasögunni og áhuga á og ferðum manna til tunglsins. Keppinautar Kínverja hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA segja þetta „tilkomumikinn“ árangur og þar eru auðvitað engir aukvisar á ferð og ættu því að vita hvað þeir eru að tala um. NASA hefur sent fjölda geimfara til tunglsins, þar á meðal mönnuð geimför, en aldrei til bakhliðarinnar. Það eru aðeins Bandaríkin, Rússland og Kína sem hefur tekist að lenda geimförum heilu og höldnu á tunglinu.

Talið er að tunglið hafi orðið til fyrir um 4,5 milljörðum ára eftir árekstur jarðarinnar og annars hlutar. Tunglið gengur um jörðina á 28 dögum og snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni. Í mörgum menningarsamfélögum er tunglið notað til að mæla tímann og því er aukamánuði lætt inn annað eða þriðja hvert ár til að dagatalið gangi upp.

Hin hlið tunglsins
Mynd úr Apollo 16 árið 1972.

Breytt staða

Lending Chang‘e-4 breytir jafnvæginu og sjónarhornum varðandi geimferðir og allan iðnað sem þeim tengist. Ef litið er á málið með þjóðernissinnuðum augum þá lofsama Kínverjar lendinguna sem mikilvægt skref sem engri annarri þjóð hefur tekist að taka til þessa. Lendingin kom mörgum sérfræðingum einnig á óvart því hún sýnir að Kínverjar eru komnir lengra áleiðis í tækniþróun en flestir áttu von á. Kínverjar halda spilunum þétt að sér og því hefur reynst erfitt að meta hversu langt á veg kínverska geimferðaáætlunin var komin.

Ein stærsta áskorunin við að lenda á bakhliðinni er fjarskipti. Það er engin bein tenging við jörðina frá bakhliðinni en þetta leystu Kínverjar með því að koma gervihnetti fyrir við bakhlið tunglsins þannig að hann er í sambandi við geimfarið og tunglbíl þess og stjórnstöð á jörðu niðri.

Kínverjar lentu geimfari á framhliðinni 2013 og hafa nú tekið þetta nýja og stóra skref. Næsta verkefni þeirra er að senda annað geimfar til tunglsins eftir tvö ár og á það að koma með sýni þaðan aftur til jarðarinnar. Þetta verkefni Kínverja hófst 2004 og lokamarkmið þess er að senda menn til tunglsins 2030. En áður, eða árið 2022, á að koma upp geimstöð á braut um tunglið. Verkefni Kínverja í geimnum tengjast oft hernaðarlegum markmiðum en tunglverkefnið er talið vera meira tengt vísindum en venja er hjá Kínverjum. Það að Chang‘e-4 lenti í hinum stóra Aitkin-gíg, nærri suðurpól tunglsins, er engin tilviljun heldur var lendingarstaðurinn sérstaklega valinn í þeirri von að á þessu svæði verði hægt að finna upplýsingar um tunglið, jörðina og tilurð alheimsins. Talið er að gígurinn hafi orðið til við árekstur loftsteins og hafi tekið svo mikið af yfirborðinu að þar sé ekki djúpt niður í kjarna tunglsins.

Sjaldgæfir málmar

Chang‘e-4 er með hin ýmsu mælitæki sem verða notuð við rannsóknir. Þar á meðal er ratsjá sem getur séð undir yfirborðið og sótt upplýsingar langt niður í jörðina. Það er undirliggjandi þáttur í verkefni Kínverja að þeir vona að sjaldgæfa málma sé að finna þarna og að hægt verði að flytja þá til jarðar. Meðal þess sem menn vonast til að sé þarna er helium-3 sem gæti breytt jafnvæginu í orkuframleiðslu. Sólin sendir þennan ísótóp með sólvindum en segulsvið jarðarinnar hrindir honum frá. Veikburða segulsvið tunglsins veitir ekki jafn mikla mótspyrnu og því er vonast til að efnið sé að finna á tunglinu. Einnig er talið að efni eins og títan og úran og sjaldgæfir málmar séu í miklu magni þarna. Kínverjar segja gíginn vera svar alheimsins við Persaflóa. Hér á að þróa orku framtíðarinnar og sækja hana.

Kínverjar nota geimferðina einnig til lífrænna tilrauna því í geimfarinu eru meðal annars silkiormar og fræ en rannsaka á vaxtarskilyrði þeirra á tunglinu. Háþróaður búnaður á að rannsaka útvarpsgeisla og aðra geisla í kringum tunglið en erfitt er að mæla hana frá jörðinni vegna hávaða.

Engin samvinna

Kínverjar hafa því svo sannarlega stimplað sig sterkt inn í kapphlaupið um að vera forystuþjóð í geimferðum. Það hefur verið stefna Kínverja áratugum saman að verða leiðandi á sviðum þar sem önnur stórveldi voru í fararbroddi. Geimferðir eru eitt þessara sviða. Rannsóknir á djúpsævi er annað svið. En Kínverjar eru ekki einir um að vilja koma sér fyrir á tunglinu því bæði Indland og Evrópska geimferðastofnunin eru með ákveðin verkefni tengd tunglinu í gangi. Bandaríkjamenn horfa hins vegar lengra út í geiminn, þar á meðal til Mars.

Þessi árangur Kínverja setur einnig upp ákveðinn skil á milli Bandaríkjanna og Kína. Í verkefninu notast Kínverjar meðal annars við tækni frá Svíþjóð og Þýskalandi en eiga enga samvinnu við NASA. Það er vegna ákvörðunar Bandaríkjaþings sem bannar NASA að taka þátt í kínverskum geimferðaverkefnum nema þingið veiti sérstaka heimild til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Í gær

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA