fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Fuglastríðið í Ástralíu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. ágúst 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt undarlegasta stríð sem háð hefur verið hefur verið nefnt „hið mikla emúastríð“ og var háð í Campion-héraði í vesturhluta Ástralíu árið 1932.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu margir fyrrverandi hermenn hveitirækt í vesturhluta Ástralíu en kreppan mikla árið 1929 olli því að hveitiverð hríðféll og aðstæður þeirra urðu óbærilegar. Ofan á þetta komu tugþúsundir emúa á svæðið og átu uppskeruna, en emúar eru stórir ófleygir fuglar sem flytja sig milli staða í stórum hópum.

Bændurnir höfðu samband við sir George Pearce varnarmálaráðherra, sem sjálfur hafði barist í stríðinu, og sendi hann herflokk vopnaðan hríðskotarifflum á svæðið til að hrekja fuglana í burtu.

Marskálkurinn G.P.W. Meredith stýrði árásum á fuglana í lok október 1932 og beitti umsátrum en erfitt reyndist að ná mörgum saman. Eftir fjóra árangurslausa daga tóku hermennirnir eftir því að emúahóparnir voru með eigin leiðtoga, „stóra svartfiðraða fugla sem fylgdust með hermönnunum og vöruðu félaga sína við árásum.“ Eftir viku bardaga voru aðeins örfáir fuglar dauðir.

Niðurlægingin olli því að herinn dró sig til baka 8. nóvember en Meredith fékk annað tækifæri tæpri viku síðar og barðist við fuglana til 10. desember. Þá höfðu alls 986 emúar verið drepnir og aðgerðum hætt.

Aðgerðin hafði ekki tilætluð áhrif og fuglarnir átu hveiti næstu árin. Má því segja að ástralski herinn hafi beðið ósigur í hinu mikla emúastríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“