fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Íslenskir nasistar: Gitler rotaður á kolabingnum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. ágúst 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Sigurbjörnsson

1907–1994

Gísli var einn stofnandi og formaður Þjóðernishreyfingar Íslendinga árið 1933 og eftir það var hann gjarnan kallaður Gitler af pólitískum fjendum sínum enda hafði Gísli Adolf Hitler í miklum metum.

Árið 1928 hélt hann til Dresden til náms og hreyfst þar af öllu þýsku og sér í lagi nasismanum. Foreldrar hans stofnuðu dvalarheimilið Grund og átti hann síðar eftir að taka þar við sem forstjóri en á þessum árum var hann frímerkjasali, sá fyrsti á Íslandi.

Ekkert hataði Gísli meira en kommúnisma sem hann kallaði „dulbúna drepsótt“ en hann átti eftir að heyja ýmsar rimmur við þá sem formaður þjóðernissinna, sér í lagi ein slagsmál á kolabing við Reykjavíkurtjörn í apríl 1933. Þar reyndu þjóðernissinnar að hleypa upp samstöðufundi kommúnista en Einar Olgeirsson og fleiri veittust að þeim. Gísli reyndi að stilla til friðar en var þá sleginn í rot og færður til læknis. Seinna var Gísla steypt úr formannssætinu fyrir linkind við kommúnista.

Gísli kom víða við, var formaður íþróttafélagsins Víkings og stofnaði Krabbameinsfélag Íslands. Árið 1987 hlaut hann íslensku fálkaorðuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli