fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Laddi móðgaði feitar konur og Kínverja

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 15. júlí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, var risinn í íslensku gríni í um tuttugu ár og bjó til persónur sem lifa enn góðu lífi. Sumt af því sem kom út eftir hann myndi þó teljast ansi óviðeigandi í dag.

Árið 1990 gaf hann út plötuna Of feit fyrir mig sem vakti mikla athygli. Þar voru þekkt lög eins og Ég er afi minn og Hlussan. En titillagið vakti þó upp nokkra reiði, sér í lagi hjá konum í yfirvigt.

„Ég var að árita plötur og þá kom ein kona og var alveg brjáluð. Hún sagði að ef við værum í Bandaríkjunum væri búið að kæra mig,“ sagði Laddi í viðtali við DV en lagið er einmitt amerískt að uppruna.

Grínverjinn var annað lag og persóna sem vakti reiði, en hann var til dæmis notaður í auglýsingum fyrir flugelda. Kínverskir innflytjendur móðguðust svo mikið að Laddi hætti að koma fram sem Grínverjinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram