„Ég var yfir mig ánægð að sjá Helga. Þetta gengur allt svo vel“ sagði Ingveldur Höskuldsdóttir, móðir Helga í viðtali við DV 10. ágúst árið 1984.
Það var prófessor Ilizarov sem hafði umsjón með aðgerðum Helga í borginni Kurgan í Síberíu í þáverandi Sovétríkjunum. Í fyrra skiptið var hann lengdur um 18 sentimetra og 13 í seinna.
Aðgerðirnar voru mjög sársaukafullar og var Helgi til dæmis hengdur upp á nóttunni, of sársaukafullt var að liggja alla nóttina. Spítalinn í Kurgan sérhæfði sig í þessum aðgerðum og voru fjöldi barna frá ýmsum Evrópuríkjum þar, þar á meðal 19 ára íslensk stúlka, Valgerður Hansdóttir.